Garðar heldur tónleika 12. desember 2008 08:00 Garðar Cortes Mynd fréttablaðið/ Garðar Cortes, hinn dáði tenórsöngvari, mun halda tvenna hádegistónleika á Kjarvalsstöðum þar sem hann flytur helstu jólaperlur tónbókmenntanna með píanóleikaranum Robert Sund. Tónleikarnir verða mánudaginn 15. og þriðjudaginn 16. desember og hefjast kl. 12.15. Á síðari árum hefur það orðið fátíðara að Garðar hafi sungið opinberlega og því mikill happafengur að fá að njóta hæfileika söngvarans nú á aðventunni. Garðar og sænski píanóleikarinn Robert Sund hafa starfað reglulega saman frá árinu 1980. Á tónleikunum munu Garðar og Robert einnig flytja lög af nýjum geisladisk sem er að koma út um þessar mundir og seldur verður á Kjarvalsstöðum. Þeir halda síðan tónleikaför sinni áfram til Uppsala í Svíþjóð. Garðar Cortes þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann hefur á síðari árum beint kröftum sínum æ meira að hljómsveitarstjórn. Garðar er skólastjóri Söngskólans í Reykjavík og stjórnandi Óperukórsins. Robert Sund hefur um langt skeið kennt við Tónlistarháskólann í Stokkhólmi, leikið á píanó, útsett, samið og stjórnað en leiðir tvímenninganna lágu fyrst saman á norrænu kóramóti þar sem þeir voru báðir stjórnendur. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og standa yfir í um 40 mínútur. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en frítt er fyrir eldri borgara og námsmenn. Fyrir og eftir tónleika býður veitingasalan á Kjarvalsstöðum upp á úrval rétta á hagkvæmu verði. - pbb Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Garðar Cortes, hinn dáði tenórsöngvari, mun halda tvenna hádegistónleika á Kjarvalsstöðum þar sem hann flytur helstu jólaperlur tónbókmenntanna með píanóleikaranum Robert Sund. Tónleikarnir verða mánudaginn 15. og þriðjudaginn 16. desember og hefjast kl. 12.15. Á síðari árum hefur það orðið fátíðara að Garðar hafi sungið opinberlega og því mikill happafengur að fá að njóta hæfileika söngvarans nú á aðventunni. Garðar og sænski píanóleikarinn Robert Sund hafa starfað reglulega saman frá árinu 1980. Á tónleikunum munu Garðar og Robert einnig flytja lög af nýjum geisladisk sem er að koma út um þessar mundir og seldur verður á Kjarvalsstöðum. Þeir halda síðan tónleikaför sinni áfram til Uppsala í Svíþjóð. Garðar Cortes þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann hefur á síðari árum beint kröftum sínum æ meira að hljómsveitarstjórn. Garðar er skólastjóri Söngskólans í Reykjavík og stjórnandi Óperukórsins. Robert Sund hefur um langt skeið kennt við Tónlistarháskólann í Stokkhólmi, leikið á píanó, útsett, samið og stjórnað en leiðir tvímenninganna lágu fyrst saman á norrænu kóramóti þar sem þeir voru báðir stjórnendur. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og standa yfir í um 40 mínútur. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en frítt er fyrir eldri borgara og námsmenn. Fyrir og eftir tónleika býður veitingasalan á Kjarvalsstöðum upp á úrval rétta á hagkvæmu verði. - pbb
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira