Innlent

Tekið á móti kóngafólki með lúðrablæstri

Hólmarar flýttu vorhreingerningunni í ár og voru búnir að sópa og snurfusað allan danska bæinn þegar dönsku krónprinshjónin komu þangað í heimsókn um ellefuleytið.

Búið er að sópa allar götur og gangstéttir og íbúar hafa hreinsað í görðum sínum. Hinir tignu gestir heimsóttu fyrst grunnskólann þar sem nemendur hans og tónlistarskólans tóku á móti þeim og lúðrasveit Stykkishólms þeytti horn sín.

Síðan lá leiðin í nýja Vatnasafnið og svo á að líta við í Norska húsinu sem stendur í hjarta danska bæjarins. Sagt er að áhrifa af umsvifum Dana hér á landi gæti hvað mest í Stykkishólmi og víst er að þar eru haldnir danskir dagar eina helgi á ári og gárungarnir segja að Hólmarar tali enn dönsku á sunnudögum.

Ef veður leyfir verður svo farið í siglingu út á Breiðafjörðinn. Síðan halda krónprinshjónin til Reykjavíkur og þiggja boð sjóliðanna á danska varpskipinu Vædderen sem er í Reykjavikurhöfn. Heimsókn hjónanna lýkur á morgun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.