Gagnrýna að veiðifélagar ráðherra fái milljónir í styrk 11. júní 2008 11:02 Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Veiðifélagar hans fá milljónir í styrk. Iðnaðarráðuneytið úthlutaði tveimur mönnum sem eiga sumarbústað í Hveravík en búa á höfuðborgarsvæðinu átta milljónir króna í styrk til að leita að heitu vatni. Íbúar Kaldrananeshrepps, sem hlaut fjórar milljónir í styrk, eru furðu lostnir. „Þetta þykir mjög undarlegt og kom flatt upp á heimamenn," segir Magnús Ragnarsson sagnfræðingur og stjórnarformaður Strandagaldra. Vísir ræddi við fleiri heimamenn sem segja sömu sögu. „Þeir virðast réttu megin í pólitíkinni," segir Guðbrandur Loftsson, fyrrverandi ábúandi í Hveravík sem seldi Magnúsi og Gunnari jörðina. Hann segist hafa vitað af heita vatninu fyrir löngu en ekki haft peninga í framkvæmdir. „Æðin var rétt við húsgaflinn," segir hann. Styrkurinn er hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna niðurskerðingar þorskkvótans. Mennirnir heita Magnús H. Magnússon, rafvirki, og Gunnar Jóhannsson, hrefnuveiðimaður og í stjórn Félags íslenskra hrefnuveiðimanna. Þeir keyptu jörðina Hveravík en búa fyrir sunnan. Magnús og Gunnar eru einnig þekktir veiðifélagar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra. Gunnar er tilvonandi tengdafaðir Björns Friðriks Brynjólfssonar, aðstoðarmanns Einars. „Við erum búnir að þekkja Einar í fjöldamörg ár sem og aðra Íslendinga," segir Gunnar, sem var á miðunum þegar Vísir náði í hann. Hann sagði þá félaga, hann og Magnús, hafa sótt um styrkinn á jafnréttisgrundvelli og meint tengsl við sjávarútvegsráðherra skipti þar engu máli. „Við sóttum um til iðnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðherra hefur aldrei verið í veiði með okkur," sagði Gunnar í léttum dúr. Mörður Árnason, varaþingmaður og formaður Orkuráðs, segir ekkert í reglunum sem bannaði einstaklingum að sækja um styrk. „Hólmavík hefur orðið fyrir aflaskerðingu og hitaveita á svæðinu mun gagnast öllum hreppnum," segir Mörður.Í sama streng tók Jenný Jensdóttir, oddviti í Kaldrananeshreppi. „Ég óska þeim bara til hamingju. Við erum ánægð með það sem við fengum." Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Iðnaðarráðuneytið úthlutaði tveimur mönnum sem eiga sumarbústað í Hveravík en búa á höfuðborgarsvæðinu átta milljónir króna í styrk til að leita að heitu vatni. Íbúar Kaldrananeshrepps, sem hlaut fjórar milljónir í styrk, eru furðu lostnir. „Þetta þykir mjög undarlegt og kom flatt upp á heimamenn," segir Magnús Ragnarsson sagnfræðingur og stjórnarformaður Strandagaldra. Vísir ræddi við fleiri heimamenn sem segja sömu sögu. „Þeir virðast réttu megin í pólitíkinni," segir Guðbrandur Loftsson, fyrrverandi ábúandi í Hveravík sem seldi Magnúsi og Gunnari jörðina. Hann segist hafa vitað af heita vatninu fyrir löngu en ekki haft peninga í framkvæmdir. „Æðin var rétt við húsgaflinn," segir hann. Styrkurinn er hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna niðurskerðingar þorskkvótans. Mennirnir heita Magnús H. Magnússon, rafvirki, og Gunnar Jóhannsson, hrefnuveiðimaður og í stjórn Félags íslenskra hrefnuveiðimanna. Þeir keyptu jörðina Hveravík en búa fyrir sunnan. Magnús og Gunnar eru einnig þekktir veiðifélagar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra. Gunnar er tilvonandi tengdafaðir Björns Friðriks Brynjólfssonar, aðstoðarmanns Einars. „Við erum búnir að þekkja Einar í fjöldamörg ár sem og aðra Íslendinga," segir Gunnar, sem var á miðunum þegar Vísir náði í hann. Hann sagði þá félaga, hann og Magnús, hafa sótt um styrkinn á jafnréttisgrundvelli og meint tengsl við sjávarútvegsráðherra skipti þar engu máli. „Við sóttum um til iðnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðherra hefur aldrei verið í veiði með okkur," sagði Gunnar í léttum dúr. Mörður Árnason, varaþingmaður og formaður Orkuráðs, segir ekkert í reglunum sem bannaði einstaklingum að sækja um styrk. „Hólmavík hefur orðið fyrir aflaskerðingu og hitaveita á svæðinu mun gagnast öllum hreppnum," segir Mörður.Í sama streng tók Jenný Jensdóttir, oddviti í Kaldrananeshreppi. „Ég óska þeim bara til hamingju. Við erum ánægð með það sem við fengum."
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira