Innlent

Fangi stunginn með útskurðarsporjárni í rassinn

MYND/Stefán

Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hver stakk fanga á Litla-Hrauni í rasskinnina með útskurðarsporjárni á föstudag.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar að fjórir fangar hafi komið inn í söluturn í fangelsinu þar sem fyrir var einn fangi. Hann vissi svo ekki fyrr en hann fékk sting í aðra rasskinnina. Þegar hann fór að huga betur að varð hann var við að í rasskinninni stóð útskurðarsporjárn sem einn mannanna fjögurra hafði stungið í hann.

Fórnarlambið var flutt á heilsugæsluna á Selfossi þar sem gert var að sárinu en það reyndist minni háttar. Hinir fjórir voru aðskildir og yfirheyrðir sem sakborningar. Lögregla segir ekki ljóst hvers vegna maðurinn var stunginn né hver fjórmenningana stakk útskurðarsporjárninu í manninn.

Útskurðarsporjárnið er mjög fíngert og rétt um þrír millímetrar í þvermál líkt og góður prjónn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×