Innlent

Rafmagnslaust í allt að fjórar klukkustundir í Mosfellsbæ og víðar

Mosfellsbær.
Mosfellsbær.

Rafmagnslaust varð í öllum Mosfellsbæ, Kjalarnesi og hluta Grafarvogs í Reykjavík um hálfeittleytið. Í tilkynningu frá Orkuveitunni kemur fram að verið sé að leita orsakanna, en þrjár aðveitustöðvar eru spennulausar.

Búist er við að þar verði rafmagnslaust í þrjár til fjórar klukkustundir, eða til hálffjögur eða hálffimm. Varastrengur mun einnig vera bilaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×