Stofnandi Saving Iceland fyrir rétt á morgun 20. apríl 2008 16:57 Ólafur Páll Sigurðsson. MYND/Vilhelm Ólafur Páll Sigurðsson, stofnandi Saving Iceland, sem mótmælt hafa Kárahnjúkavirkjun síðustu ár, verður kallaður fyrir Héraðsdóm Austurlands á morgun ákærður fyrir eignaspjöll. Í tilkynningu frá samtökunum segir að Ólafur sé ákærður fyrir að valda tjóni á lögreglubifreið en að í raun hafi ökumaður bifreiðarinnar ekið á Ólaf. „Öll borgaraleg vitni segja að fjórhjóladrifsjeppa lögreglunnar hafi viljandi verið ekið á Ólaf Pál á hraða sem gat haft lífshættu í för með sér," segir í tilkynningunni. „Ökumaðurinn, Arinbjörn Snorrason, lögregluþjónn nr. 8716 og háttsettur við stjórn aðgerðanna við Kárahnjúka, reyndi einnig að aka yfir aðra mótmælendur við mörg önnur tækifæri þetta sumar sem og við Lindur (nú undir vatni en þar voru mótmælabúðir Saving Iceland) og við mótmælaaðgerðir á byggingarsvæði Desjarárstíflu." Meðlimir samtakanna segja að lögreglan hafi komið á bílnum til þess að áreita mótmælendur og ögra þeim. „Lögreglan ljósmyndaði mótmælendur úr kyrrstæðum bílnum þar sem þeir voru í biðröð fyrir utan matartjald. Lítill hópur fólks, þeirra á meðal Ólafur Páll, gekk í átt að lögreglubílnum. Skyndilega, og án nokkurrar viðvörunar, ók Arinbjörn snöggt og hratt í átt að Ólafi Páli og síðan á hann. Allir sem á horfðu undruðust að hann skyldi sleppa frá árásinni tiltölulega óskaddaður." Þá segir að Ólafur hafi lagt fram kæru vegna atviksins en að Ríkissaksóknari hafi lýst því yfir að ekki væri ástæða til að aðhafast í málinu. „Þrátt fyrir að allmörg borgaraleg vitni væru reiðubúin að bera vitni gegn lögreglunni var aldrei haft samband við þau til að gefa skýrslu. Ríkissaksóknari neitaði að hefja nokkra rannsókn á atviki því sem leitt hefði getað til dauða Ólafs Páls, nema auðvitað að tala við árásarmennina sem lögðu fram gagnákæru. Nú, tveim árum síðar, er málið tekið fyrir við héraðsdóm." Meðlimir Saving Iceland létu víða til sín taka síðasta sumar.MYND/365 Samtökin segja að ákæruvaldið krefjist þess að Ólafur Páll greiði fyrir skemmdir á bílnum og að honum verði refsað samkvæmt lögum. Þegar atvikið átti sér stað var enn í gildi yfir Ólafi Páli skilorðsdómur yfir Ólafi sem hann hlaut fyrir að sletta skyri á gesti á ráðstefnu í Reykjavík í júní 2005. „Af því leiðir að ef Ólafur Páll verður sekur fundinn um að hafa skemmt lögreglubílinn kann hann að verða hnepptur í fangelsi." Talsmaður Saving Iceland segir einnig í tilkynningunni að verði niðurstaða málsins sú að Ólafur Páll þurfi að sæta fangelsisvist verði hann „augljóslega pólitískur fangi íslenska ríkisins. Íslensk stjórnvöld þurfa ekki að ímynda sér að þau geti leynt svo hneykslanlegri misbeitingu réttarfars fyrir alþjóðasamfélaginu." Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Ólafur Páll Sigurðsson, stofnandi Saving Iceland, sem mótmælt hafa Kárahnjúkavirkjun síðustu ár, verður kallaður fyrir Héraðsdóm Austurlands á morgun ákærður fyrir eignaspjöll. Í tilkynningu frá samtökunum segir að Ólafur sé ákærður fyrir að valda tjóni á lögreglubifreið en að í raun hafi ökumaður bifreiðarinnar ekið á Ólaf. „Öll borgaraleg vitni segja að fjórhjóladrifsjeppa lögreglunnar hafi viljandi verið ekið á Ólaf Pál á hraða sem gat haft lífshættu í för með sér," segir í tilkynningunni. „Ökumaðurinn, Arinbjörn Snorrason, lögregluþjónn nr. 8716 og háttsettur við stjórn aðgerðanna við Kárahnjúka, reyndi einnig að aka yfir aðra mótmælendur við mörg önnur tækifæri þetta sumar sem og við Lindur (nú undir vatni en þar voru mótmælabúðir Saving Iceland) og við mótmælaaðgerðir á byggingarsvæði Desjarárstíflu." Meðlimir samtakanna segja að lögreglan hafi komið á bílnum til þess að áreita mótmælendur og ögra þeim. „Lögreglan ljósmyndaði mótmælendur úr kyrrstæðum bílnum þar sem þeir voru í biðröð fyrir utan matartjald. Lítill hópur fólks, þeirra á meðal Ólafur Páll, gekk í átt að lögreglubílnum. Skyndilega, og án nokkurrar viðvörunar, ók Arinbjörn snöggt og hratt í átt að Ólafi Páli og síðan á hann. Allir sem á horfðu undruðust að hann skyldi sleppa frá árásinni tiltölulega óskaddaður." Þá segir að Ólafur hafi lagt fram kæru vegna atviksins en að Ríkissaksóknari hafi lýst því yfir að ekki væri ástæða til að aðhafast í málinu. „Þrátt fyrir að allmörg borgaraleg vitni væru reiðubúin að bera vitni gegn lögreglunni var aldrei haft samband við þau til að gefa skýrslu. Ríkissaksóknari neitaði að hefja nokkra rannsókn á atviki því sem leitt hefði getað til dauða Ólafs Páls, nema auðvitað að tala við árásarmennina sem lögðu fram gagnákæru. Nú, tveim árum síðar, er málið tekið fyrir við héraðsdóm." Meðlimir Saving Iceland létu víða til sín taka síðasta sumar.MYND/365 Samtökin segja að ákæruvaldið krefjist þess að Ólafur Páll greiði fyrir skemmdir á bílnum og að honum verði refsað samkvæmt lögum. Þegar atvikið átti sér stað var enn í gildi yfir Ólafi Páli skilorðsdómur yfir Ólafi sem hann hlaut fyrir að sletta skyri á gesti á ráðstefnu í Reykjavík í júní 2005. „Af því leiðir að ef Ólafur Páll verður sekur fundinn um að hafa skemmt lögreglubílinn kann hann að verða hnepptur í fangelsi." Talsmaður Saving Iceland segir einnig í tilkynningunni að verði niðurstaða málsins sú að Ólafur Páll þurfi að sæta fangelsisvist verði hann „augljóslega pólitískur fangi íslenska ríkisins. Íslensk stjórnvöld þurfa ekki að ímynda sér að þau geti leynt svo hneykslanlegri misbeitingu réttarfars fyrir alþjóðasamfélaginu."
Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira