Innlent

Skíðasvæði opin á Siglufirði og í Hlíðarfjalli

MYND/Stefán

Skíðasvæðið á Siglufirði er opið í dag og er færi þar frábært að sögn Björns Ólafssonar svæðisstjóra. Veður er einnig gott, logn og heiðskýrt en nokkuð kalt, eða um sex stiga frost. Þá er opið í Hlíðarfjalli í dag frá klukkan 10-17. Þar er færi með besta móti, logn og sjö stiga frost .

Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli eru hins vegar lokuð í dag vegna hvassviðris.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×