Ragnhildur Steinunn til Egyptalands 21. nóvember 2008 06:15 Sjónvarpskonan knáa er á leiðinni til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, til að kynna myndina Astrópíu. „Ég hlakka mikið til. Ef maður fær frítíma reynir maður að skoða píramídana en það verður bara að koma í ljós," segir sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sem er á leiðinni á kvikmyndahátíð í Egyptalandi til að kynna myndina Astrópíu. Flýgur hún í dag til höfuðborgarinnar Kaíró þar sem hátíðin fer fram og dvelur þar í fimm daga. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ragnhildur kynnir Astrópíu á erlendri grundu en myndin var sýnd hér heima í fyrra við miklar vinsældir. „Þeir eru búnir að fara út og suður með myndina. Leikstjórinn var síðast í Texas og ég ætlaði að koma með en komst ekki vegna þess að tökur á þættinum mínum voru á sama tíma," segir hún og á þar við sjónvarpsþáttinn Gott kvöld. „Það hitti þannig á að ég var að klára tökur í gær (miðvikudag) og átti nokkra daga eftir af sumarfríinu sem ég gat nýtt." Ragnhildur hefur haft í nógu að snúast síðustu daga við undirbúning ferðarinnar. Síðast í gær sótti hún nýjan og stórglæsilegan kjól sem fatahönnuðurinn Birta Björnsdóttir saumaði á hana, sem hún mun klæðast í Kaíró. „Maður verður að vera í einhverju íslensku, það þýðir ekkert annað." Þátturinn Gott kvöld verður sýndur fram að jólum en hættir þá göngu sinni. Ragnhildur segir óvíst hvað taki þá við hjá sér. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en alveg ógeðslega mikil vinna. Þetta var eins og að vera búin í stóru prófi þegar við kláruðum," segir Ragnhildur áður hún heldur á vit ævintýranna. - fb Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Ég hlakka mikið til. Ef maður fær frítíma reynir maður að skoða píramídana en það verður bara að koma í ljós," segir sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sem er á leiðinni á kvikmyndahátíð í Egyptalandi til að kynna myndina Astrópíu. Flýgur hún í dag til höfuðborgarinnar Kaíró þar sem hátíðin fer fram og dvelur þar í fimm daga. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ragnhildur kynnir Astrópíu á erlendri grundu en myndin var sýnd hér heima í fyrra við miklar vinsældir. „Þeir eru búnir að fara út og suður með myndina. Leikstjórinn var síðast í Texas og ég ætlaði að koma með en komst ekki vegna þess að tökur á þættinum mínum voru á sama tíma," segir hún og á þar við sjónvarpsþáttinn Gott kvöld. „Það hitti þannig á að ég var að klára tökur í gær (miðvikudag) og átti nokkra daga eftir af sumarfríinu sem ég gat nýtt." Ragnhildur hefur haft í nógu að snúast síðustu daga við undirbúning ferðarinnar. Síðast í gær sótti hún nýjan og stórglæsilegan kjól sem fatahönnuðurinn Birta Björnsdóttir saumaði á hana, sem hún mun klæðast í Kaíró. „Maður verður að vera í einhverju íslensku, það þýðir ekkert annað." Þátturinn Gott kvöld verður sýndur fram að jólum en hættir þá göngu sinni. Ragnhildur segir óvíst hvað taki þá við hjá sér. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en alveg ógeðslega mikil vinna. Þetta var eins og að vera búin í stóru prófi þegar við kláruðum," segir Ragnhildur áður hún heldur á vit ævintýranna. - fb
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira