Innlent

Sýslumaður og staðgengill á Ísafirði vilja bæði í Kópavog

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði.

Alls bárust þrettán umsóknir um embætti sýslumannsins í Kópavogi og vekur athygli að meðal umsækjenda eru þrír sýslumenn úr embættum utan höfuðborgarsvæðisins.

 

Þá vekur einnig athygli að bæði sýslumaðurinn á Ísafirði og staðgengill hans sækjast eftir embætinnu. Dóms- og kirkjumálaráðherra skipar í embættið frá og með 1. júní 2008 til fimm ára í senn.

Umsækjendur eru sem hér segir:

 

Birna Salóme Björnsdóttir, aðstoðardeildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík

Bogi Hjálmtýsson, staðgengill og fulltrúi sýslumannsins í Hafnarfirði

Brynjar Kvaran, staðgengill og skrifstofustjóri sýslumannsins í Kópavogi

Drífa Pálsdóttir, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu

Guðgeir Eyjólfsson, sýslumaður í Keflavík

Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu

Halldór Frímannsson, sérfræðingur - lögmaður á Fjármálasviði Reykjavíkurborgar

Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í Vestmannaeyjum

Kristín Völundardóttir, sýslumaður á Ísafirði

Ólafur Hallgrímsson, staðgengill og fulltrúi sýslumannsins á Ísafirði

Sigríður Eysteinsdóttir, löglærður fulltrúi í sifja- og skiptadeild sýslumannsins í Reykjavík

Úlfar Lúðvíksson, staðgengill og skrifstofustjóri sýslumannsins í Reykjavík

Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×