Innlent

Stjórnvöld standa ekki í vegi fyrir byggingu álvers í Helguvík

Iðnaðarráðherra segir að stjórnvöld muni ekki standa í vegi fyrir byggingu álvers í Helguvík en segir þó að framkoma Norðuráls mætti vera betri.

Össur lék á alls oddi á fundinum í Keflavík í gær og að hagvöxtur yrði mestur á Suðurnesjum í náinni framtíð. Og álver í Hegluvík yrði ekki stöðvað nema með lagabreytingum.

Möguleikarnir væru gríðarlegir í tengslum við græna orku, háskólann á gamla varnarsvæðinu og mikinn vöxt í kringum flugstarfsemi við Leifsstöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×