Innlent

Ófært á Steingrímsfjarðarheiði

Vegagerðin varar við stórhríð á Steingrímsfjarðarheiði og segir að þar sé alls ekkert ferðaveður. Þar er því beðið með mokstur þar til veður gengur niður.

Skafrenningur er á Klettshálsi og Gemlufallsheiði en annars eru vegir á Vestfjörðum ýmist með hálkublettum eða alveg auðir. Þá er Eyrarfjall ófært og í Þingeyjarsýslum er víða skafrenningur eða él og snjóþekja eða hálkublettir á vegum.

Á Austurlandi er víða er hálka eða snjóþekja og sums staðar skafrenningur á heiðum. Það er enn fremur hálka og skafrenningur á Hellisheiði og einnig er hálka í Þrengslum en hálkublettir í uppsveitum á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka á Fróðárheiði en annars eru hálkublettir á heiðum og einnig á norðanverðu Snæfellsnesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×