Innlent

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði upp í mótmælaskyni

Jóhann R. Benediktsson sagði upp störfum.
Jóhann R. Benediktsson sagði upp störfum.

Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur sagt upp störfum. Vefur Víkurfrétta segir að þetta hafi verið upplýst á fjölmennum fundi með Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra um þjóðmálaumræðu sem Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis stóð að í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í kvöld.

„Kom fram á fundinum að uppsögnin væri fram komin í mótmælaskyni við þá ráðstöfun að skipta embætti lögreglustjórans upp, þar sem lögregla yrði sérstök eining undir dómsmálaráðuneyti, tollverðir færu undir fjármálaráðuneyti og öryggisverðir undir samgönguráðuneyti," segir á vef Víkurfrétta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×