Þung orð spilla ekki fyrir góðri samstöðu í borgarstjórn 24. janúar 2008 15:09 MYND/Stöð 2 Ólafur F. Magnússon, nýr borgarstjóri, sagðist ekki líta svo á að þau þungu orð sem fallið hefðu síðustu daga myndu spilla fyrir góðri samstöðu í borgarstjórn. Í fyrstu ræðu sinni sem borgarstjóri þakkaði hann fráfarandi meirihluta fyrir samstarfið og óskaði Birni Inga Hrafnssyni, sem hætti sem borgarfulltrúi í dag, velfarnaðar á nýjum vettvangi. Ólafur sagði orrahríðina í stjórnmálum oft harða og því hafi menn fengið að kynnast eftir að tilkynnt var um nýjan meirihluta í borginni. Stór orð hefðu fallið og hann skildi tilfinningar manna en hann liti ekki svo á að orðin spilltu fyrir góðri samstöðu í borgarstjórn. Nýr meirihluti myndi vinna að framgangi sinna mála og samkvæmt sinni sannfæringu. Hann hefði alla tíð lagt áherslu á að fylgja eigin sannfæringu og fylgja eftir þeim stefnumálum sem kjósendur hefðu falið honum. Nýr meirihluti tæki við við erfiðar aðstæður en hann myndi láta verkin tala og væri staðráinn í að vinna vel að brýnustu hagsmunum borgarinnar. Ólafur sasgðist ekki vilja tala um þær persónulegu árásir sem hann hefði orðið fyrir en vildi heiðarlega umræðu. Honum þætti afar vænt um borgina og myndi vinna í þágu allra borgarbúa. Eins og kunnugt er hófst borgarstjórnarfundurinn klukkan 12.15 að viðstöddum miklum fjölda andstæðinga nýs meirihluta. Gerðu þeir hróp að nýjum borgarstjóra og var gripið til þess ráðs á endanum að gera hlé á fundinum á meðan pallarnir voru rýmdir. Fundurinn hófst aftur um klukkan tvö og stendur nú yfir kosning í nefndir og ráð borgarinnar. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Ólafur F. Magnússon, nýr borgarstjóri, sagðist ekki líta svo á að þau þungu orð sem fallið hefðu síðustu daga myndu spilla fyrir góðri samstöðu í borgarstjórn. Í fyrstu ræðu sinni sem borgarstjóri þakkaði hann fráfarandi meirihluta fyrir samstarfið og óskaði Birni Inga Hrafnssyni, sem hætti sem borgarfulltrúi í dag, velfarnaðar á nýjum vettvangi. Ólafur sagði orrahríðina í stjórnmálum oft harða og því hafi menn fengið að kynnast eftir að tilkynnt var um nýjan meirihluta í borginni. Stór orð hefðu fallið og hann skildi tilfinningar manna en hann liti ekki svo á að orðin spilltu fyrir góðri samstöðu í borgarstjórn. Nýr meirihluti myndi vinna að framgangi sinna mála og samkvæmt sinni sannfæringu. Hann hefði alla tíð lagt áherslu á að fylgja eigin sannfæringu og fylgja eftir þeim stefnumálum sem kjósendur hefðu falið honum. Nýr meirihluti tæki við við erfiðar aðstæður en hann myndi láta verkin tala og væri staðráinn í að vinna vel að brýnustu hagsmunum borgarinnar. Ólafur sasgðist ekki vilja tala um þær persónulegu árásir sem hann hefði orðið fyrir en vildi heiðarlega umræðu. Honum þætti afar vænt um borgina og myndi vinna í þágu allra borgarbúa. Eins og kunnugt er hófst borgarstjórnarfundurinn klukkan 12.15 að viðstöddum miklum fjölda andstæðinga nýs meirihluta. Gerðu þeir hróp að nýjum borgarstjóra og var gripið til þess ráðs á endanum að gera hlé á fundinum á meðan pallarnir voru rýmdir. Fundurinn hófst aftur um klukkan tvö og stendur nú yfir kosning í nefndir og ráð borgarinnar.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Sjá meira