Innlent

Margrét fellir meirihlutann fái hún tækifæri til

Margrét Sverrisdóttir.
Margrét Sverrisdóttir.

Margrét Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Ólafs F. Magnússonar, segist andvíg þeirri ákvörðun Ólafs að slíta meirihlutasamstarfinu. Hún segir Ólaf ekki hafa haft sig með í ráðum og þegar hann hafi loks viðrað hugmyndina við sig hafi hún ekki samþykkt það.

Í viðtali á Stöð 2 eftir blaðamannafundinn á Kjarvalsstöðum sagði hún, að kæmi til þess að hún tæki sæti í borgarstjórn, þá yrði það hennar fyrsta verk að mynda gamla meirihlutann á ný.

Hún sagðist auk þess staðráðin í því að sitja áfram sem varaborgarfulltrúi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×