Fischer vildi hvíla í íslenskri sveit 21. janúar 2008 18:55 Skákmeistarinn Bobby Fischer var jarðsettur í kyrrþey í sveitakirkjugarði að Laugardælum við Selfoss í morgun. Auk kaþólsks prests, sem jarðsöng, voru aðeins fimm manns við athöfnina, þeirra á meðal ekkja Fischers.Þetta er gröf Bobby Fischers. Garðar Sverrisson, nánasti vinur hans á Íslandi, staðfesti í samtali við Stöð 2 nú síðdegis að Fischer hefði verið jarðsettur með kyrrþey í íslenskri sveit, samkvæmt hans eigin ósk. Komið var með kistu hans í kirkjuna að Laugardælum í morgun en þar hófst athöfnin klukkan hálftíu. Séra Jakob Rolland, prestur kaþólskra, jarðsöng. Miyoko Watai, ekkja Fischer, var viðstödd, en hún kom til landsins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 voru þau gift en höfðu kosið að halda því leyndu. Garðar Sverrisson, vinur Fischers, var einnig við athöfnina sem og þrír aðrir Íslendingar. Svo leynt fór athöfnin að sóknarprestur Laugardælasóknar, Kristinn Ágúst Friðfinnsson, hafði ekki hugmynd um hana.Að Laugardælum býr Þórarinn Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, en hann er tengdafaðir Garðars Sverrissonar. Haraldur, sonur Þórarins, og mágur Garðars Sverrissonar, segir að Fischer hafi nokkrum sinnum komið að Laugardælum með Garðari. Laugardælir eru á bökkum Ölfusár, vatnsmesta fljóts Íslands, og blasir Ingólfsfjall við. Ekki vannst tími til að smíða kross og merkja leiðið fyrir útförina en bætt verður úr því á næstu dögum. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Skákmeistarinn Bobby Fischer var jarðsettur í kyrrþey í sveitakirkjugarði að Laugardælum við Selfoss í morgun. Auk kaþólsks prests, sem jarðsöng, voru aðeins fimm manns við athöfnina, þeirra á meðal ekkja Fischers.Þetta er gröf Bobby Fischers. Garðar Sverrisson, nánasti vinur hans á Íslandi, staðfesti í samtali við Stöð 2 nú síðdegis að Fischer hefði verið jarðsettur með kyrrþey í íslenskri sveit, samkvæmt hans eigin ósk. Komið var með kistu hans í kirkjuna að Laugardælum í morgun en þar hófst athöfnin klukkan hálftíu. Séra Jakob Rolland, prestur kaþólskra, jarðsöng. Miyoko Watai, ekkja Fischer, var viðstödd, en hún kom til landsins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 voru þau gift en höfðu kosið að halda því leyndu. Garðar Sverrisson, vinur Fischers, var einnig við athöfnina sem og þrír aðrir Íslendingar. Svo leynt fór athöfnin að sóknarprestur Laugardælasóknar, Kristinn Ágúst Friðfinnsson, hafði ekki hugmynd um hana.Að Laugardælum býr Þórarinn Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, en hann er tengdafaðir Garðars Sverrissonar. Haraldur, sonur Þórarins, og mágur Garðars Sverrissonar, segir að Fischer hafi nokkrum sinnum komið að Laugardælum með Garðari. Laugardælir eru á bökkum Ölfusár, vatnsmesta fljóts Íslands, og blasir Ingólfsfjall við. Ekki vannst tími til að smíða kross og merkja leiðið fyrir útförina en bætt verður úr því á næstu dögum.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira