Fischer vildi hvíla í íslenskri sveit 21. janúar 2008 18:55 Skákmeistarinn Bobby Fischer var jarðsettur í kyrrþey í sveitakirkjugarði að Laugardælum við Selfoss í morgun. Auk kaþólsks prests, sem jarðsöng, voru aðeins fimm manns við athöfnina, þeirra á meðal ekkja Fischers.Þetta er gröf Bobby Fischers. Garðar Sverrisson, nánasti vinur hans á Íslandi, staðfesti í samtali við Stöð 2 nú síðdegis að Fischer hefði verið jarðsettur með kyrrþey í íslenskri sveit, samkvæmt hans eigin ósk. Komið var með kistu hans í kirkjuna að Laugardælum í morgun en þar hófst athöfnin klukkan hálftíu. Séra Jakob Rolland, prestur kaþólskra, jarðsöng. Miyoko Watai, ekkja Fischer, var viðstödd, en hún kom til landsins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 voru þau gift en höfðu kosið að halda því leyndu. Garðar Sverrisson, vinur Fischers, var einnig við athöfnina sem og þrír aðrir Íslendingar. Svo leynt fór athöfnin að sóknarprestur Laugardælasóknar, Kristinn Ágúst Friðfinnsson, hafði ekki hugmynd um hana.Að Laugardælum býr Þórarinn Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, en hann er tengdafaðir Garðars Sverrissonar. Haraldur, sonur Þórarins, og mágur Garðars Sverrissonar, segir að Fischer hafi nokkrum sinnum komið að Laugardælum með Garðari. Laugardælir eru á bökkum Ölfusár, vatnsmesta fljóts Íslands, og blasir Ingólfsfjall við. Ekki vannst tími til að smíða kross og merkja leiðið fyrir útförina en bætt verður úr því á næstu dögum. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Skákmeistarinn Bobby Fischer var jarðsettur í kyrrþey í sveitakirkjugarði að Laugardælum við Selfoss í morgun. Auk kaþólsks prests, sem jarðsöng, voru aðeins fimm manns við athöfnina, þeirra á meðal ekkja Fischers.Þetta er gröf Bobby Fischers. Garðar Sverrisson, nánasti vinur hans á Íslandi, staðfesti í samtali við Stöð 2 nú síðdegis að Fischer hefði verið jarðsettur með kyrrþey í íslenskri sveit, samkvæmt hans eigin ósk. Komið var með kistu hans í kirkjuna að Laugardælum í morgun en þar hófst athöfnin klukkan hálftíu. Séra Jakob Rolland, prestur kaþólskra, jarðsöng. Miyoko Watai, ekkja Fischer, var viðstödd, en hún kom til landsins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 voru þau gift en höfðu kosið að halda því leyndu. Garðar Sverrisson, vinur Fischers, var einnig við athöfnina sem og þrír aðrir Íslendingar. Svo leynt fór athöfnin að sóknarprestur Laugardælasóknar, Kristinn Ágúst Friðfinnsson, hafði ekki hugmynd um hana.Að Laugardælum býr Þórarinn Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, en hann er tengdafaðir Garðars Sverrissonar. Haraldur, sonur Þórarins, og mágur Garðars Sverrissonar, segir að Fischer hafi nokkrum sinnum komið að Laugardælum með Garðari. Laugardælir eru á bökkum Ölfusár, vatnsmesta fljóts Íslands, og blasir Ingólfsfjall við. Ekki vannst tími til að smíða kross og merkja leiðið fyrir útförina en bætt verður úr því á næstu dögum.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira