Lífið

Áramótaheit Selmu Björns

Selma Björnsdóttir leikstjóri.
Selma Björnsdóttir leikstjóri.

Sýningar á barnaleikritinu Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner hefjast á nýju ári í Þjóðleikhúsinu.

Vísir hafði samband við Selmu Björnsdóttur leikstjóra verksins og spurði hana út í æfingarnar og hennar persónulegu áramótaheit.

„Æfingar eru hafnar og hafa staðið yfir í rúma viku. Ræningjarnir hafa verið duglegir að mæta og eru þær senur komnar vel á veg," segir Selma.

Hvernig gengur að leikstýra yngstu leikurunum? „Það gengur ljómandi vel að leikstýra krökkunum í Kardemommubæ. Þau eru öll sannkallaðir snillingar og eru 22 talsins."

„Þetta eru ballerínur, söngvarar, leikarar, fimleikafólk og fleira hæfileikafólk. Þau leika bæjarbúa, hunda, ketti, asna og hest. Yngstu leikararnir eru 8 ára og elstu 17 ára," segir Selma.

Þín persónulegu áramótaheit? „Ég er nú ekki vön að setja áramótaheit en ég held samt að ég setji mér heit í þetta sinn og það verður að hreyfa mig reglulega og borða meira grænmeti og ávexti," svarar Selma.

Vefur Þjóðleikhússins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.