Vildi gera eitthvað öðruvísi 7. október 2008 08:00 Heiðar, Andrés, Ingi og Eysteinn skipa hljómsveitina The Viking Giant Show. Hljómsveitin The Viking Giant Show, sem er hugarfóstur Heiðars Arnar Kristjánssonar úr Botnleðju, gefur út sína fyrstu plötu um miðjan október. Fjögur ár eru liðin síðan Heiðar byrjaði með sveitina, sem þá var hugsuð sem sólóverkefni. Síðan hafa þrír nýir menn, þeir Andrés, Ingi og Eysteinn, bæst í hópinn og er Heiðar hæstánægður með breytingarnar. „Þetta eru frábærir drengir. Mig langaði að færa þetta aðeins á hærra plan og vera með band í kringum þetta til að geta spilað á tónleikum," segir hann. „Þessi lög hafa verið að gerjast hjá mér í nokkur ár og síðan tókum við þetta upp í fyrra. Við erum svo búnir að liggja yfir þessu í sumar." Kántrísmellur á eftir partíiFyrsta lag sveitarinnar, hið hressilega Party at the White House þar sem Bandaríkjastjórn er harðlega gagnrýnd, vakti á sínum tíma mikla athygli og gaf góð fyrirheit um framhaldið. Núna er platan loksins að koma út og til að hita upp fyrir hana hefur Heiðar sent frá sér annað lag, Don" t Look Into My Lies, sem er mikill kántrípoppsmellur. Léttara en BotnleðjaHeiðar játar að tónlist The Viking Giant Show sé léttari en sú sem Botnleðja var þekkt fyrir. „Það er ekki gaman að hjakka í sama farinu endalaust, þótt það sé voða skemmtilegt að stíga leðjudans," segir hann. „Maður er að hlusta á svo fjölbreytta tónlist og er undir áhrifum frá svo mörgum að mig langaði að gera eitthvað aðeins öðruvísi." Heiðar tekur fram að Botnleðja sé hvergi nærri hætt, þrátt fyrir að ekkert hafi heyrst frá henni í langan tíma. „Hún kemur alltaf aftur, það er bara spurning hvenær." Spila á AirwavesFramundan hjá Heiðari og félögum í The Viking Giant Show eru tónleikar á Iceland Airwaves, sem verður haldin dagana 15. til 19. október. Eftir það tekur við áframhaldandi spilamennska til að fylgja plötunni eftir. Nánari upplýsingar um hljómsveitina má finna á síðunni Myspace.com/thevikinggiantshow. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin The Viking Giant Show, sem er hugarfóstur Heiðars Arnar Kristjánssonar úr Botnleðju, gefur út sína fyrstu plötu um miðjan október. Fjögur ár eru liðin síðan Heiðar byrjaði með sveitina, sem þá var hugsuð sem sólóverkefni. Síðan hafa þrír nýir menn, þeir Andrés, Ingi og Eysteinn, bæst í hópinn og er Heiðar hæstánægður með breytingarnar. „Þetta eru frábærir drengir. Mig langaði að færa þetta aðeins á hærra plan og vera með band í kringum þetta til að geta spilað á tónleikum," segir hann. „Þessi lög hafa verið að gerjast hjá mér í nokkur ár og síðan tókum við þetta upp í fyrra. Við erum svo búnir að liggja yfir þessu í sumar." Kántrísmellur á eftir partíiFyrsta lag sveitarinnar, hið hressilega Party at the White House þar sem Bandaríkjastjórn er harðlega gagnrýnd, vakti á sínum tíma mikla athygli og gaf góð fyrirheit um framhaldið. Núna er platan loksins að koma út og til að hita upp fyrir hana hefur Heiðar sent frá sér annað lag, Don" t Look Into My Lies, sem er mikill kántrípoppsmellur. Léttara en BotnleðjaHeiðar játar að tónlist The Viking Giant Show sé léttari en sú sem Botnleðja var þekkt fyrir. „Það er ekki gaman að hjakka í sama farinu endalaust, þótt það sé voða skemmtilegt að stíga leðjudans," segir hann. „Maður er að hlusta á svo fjölbreytta tónlist og er undir áhrifum frá svo mörgum að mig langaði að gera eitthvað aðeins öðruvísi." Heiðar tekur fram að Botnleðja sé hvergi nærri hætt, þrátt fyrir að ekkert hafi heyrst frá henni í langan tíma. „Hún kemur alltaf aftur, það er bara spurning hvenær." Spila á AirwavesFramundan hjá Heiðari og félögum í The Viking Giant Show eru tónleikar á Iceland Airwaves, sem verður haldin dagana 15. til 19. október. Eftir það tekur við áframhaldandi spilamennska til að fylgja plötunni eftir. Nánari upplýsingar um hljómsveitina má finna á síðunni Myspace.com/thevikinggiantshow. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira