Vildi gera eitthvað öðruvísi 7. október 2008 08:00 Heiðar, Andrés, Ingi og Eysteinn skipa hljómsveitina The Viking Giant Show. Hljómsveitin The Viking Giant Show, sem er hugarfóstur Heiðars Arnar Kristjánssonar úr Botnleðju, gefur út sína fyrstu plötu um miðjan október. Fjögur ár eru liðin síðan Heiðar byrjaði með sveitina, sem þá var hugsuð sem sólóverkefni. Síðan hafa þrír nýir menn, þeir Andrés, Ingi og Eysteinn, bæst í hópinn og er Heiðar hæstánægður með breytingarnar. „Þetta eru frábærir drengir. Mig langaði að færa þetta aðeins á hærra plan og vera með band í kringum þetta til að geta spilað á tónleikum," segir hann. „Þessi lög hafa verið að gerjast hjá mér í nokkur ár og síðan tókum við þetta upp í fyrra. Við erum svo búnir að liggja yfir þessu í sumar." Kántrísmellur á eftir partíiFyrsta lag sveitarinnar, hið hressilega Party at the White House þar sem Bandaríkjastjórn er harðlega gagnrýnd, vakti á sínum tíma mikla athygli og gaf góð fyrirheit um framhaldið. Núna er platan loksins að koma út og til að hita upp fyrir hana hefur Heiðar sent frá sér annað lag, Don" t Look Into My Lies, sem er mikill kántrípoppsmellur. Léttara en BotnleðjaHeiðar játar að tónlist The Viking Giant Show sé léttari en sú sem Botnleðja var þekkt fyrir. „Það er ekki gaman að hjakka í sama farinu endalaust, þótt það sé voða skemmtilegt að stíga leðjudans," segir hann. „Maður er að hlusta á svo fjölbreytta tónlist og er undir áhrifum frá svo mörgum að mig langaði að gera eitthvað aðeins öðruvísi." Heiðar tekur fram að Botnleðja sé hvergi nærri hætt, þrátt fyrir að ekkert hafi heyrst frá henni í langan tíma. „Hún kemur alltaf aftur, það er bara spurning hvenær." Spila á AirwavesFramundan hjá Heiðari og félögum í The Viking Giant Show eru tónleikar á Iceland Airwaves, sem verður haldin dagana 15. til 19. október. Eftir það tekur við áframhaldandi spilamennska til að fylgja plötunni eftir. Nánari upplýsingar um hljómsveitina má finna á síðunni Myspace.com/thevikinggiantshow. freyr@frettabladid.is Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hljómsveitin The Viking Giant Show, sem er hugarfóstur Heiðars Arnar Kristjánssonar úr Botnleðju, gefur út sína fyrstu plötu um miðjan október. Fjögur ár eru liðin síðan Heiðar byrjaði með sveitina, sem þá var hugsuð sem sólóverkefni. Síðan hafa þrír nýir menn, þeir Andrés, Ingi og Eysteinn, bæst í hópinn og er Heiðar hæstánægður með breytingarnar. „Þetta eru frábærir drengir. Mig langaði að færa þetta aðeins á hærra plan og vera með band í kringum þetta til að geta spilað á tónleikum," segir hann. „Þessi lög hafa verið að gerjast hjá mér í nokkur ár og síðan tókum við þetta upp í fyrra. Við erum svo búnir að liggja yfir þessu í sumar." Kántrísmellur á eftir partíiFyrsta lag sveitarinnar, hið hressilega Party at the White House þar sem Bandaríkjastjórn er harðlega gagnrýnd, vakti á sínum tíma mikla athygli og gaf góð fyrirheit um framhaldið. Núna er platan loksins að koma út og til að hita upp fyrir hana hefur Heiðar sent frá sér annað lag, Don" t Look Into My Lies, sem er mikill kántrípoppsmellur. Léttara en BotnleðjaHeiðar játar að tónlist The Viking Giant Show sé léttari en sú sem Botnleðja var þekkt fyrir. „Það er ekki gaman að hjakka í sama farinu endalaust, þótt það sé voða skemmtilegt að stíga leðjudans," segir hann. „Maður er að hlusta á svo fjölbreytta tónlist og er undir áhrifum frá svo mörgum að mig langaði að gera eitthvað aðeins öðruvísi." Heiðar tekur fram að Botnleðja sé hvergi nærri hætt, þrátt fyrir að ekkert hafi heyrst frá henni í langan tíma. „Hún kemur alltaf aftur, það er bara spurning hvenær." Spila á AirwavesFramundan hjá Heiðari og félögum í The Viking Giant Show eru tónleikar á Iceland Airwaves, sem verður haldin dagana 15. til 19. október. Eftir það tekur við áframhaldandi spilamennska til að fylgja plötunni eftir. Nánari upplýsingar um hljómsveitina má finna á síðunni Myspace.com/thevikinggiantshow. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning