Tveir kostir í boði við stjórnarmyndun 25. febrúar 2007 08:45 Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, nýr gjaldkeri, formaðurinn Steingrímur J. Sigfússon, varaformaðurinn Katrín Jakobsdóttir og Sóley Tómasdóttir, nýkjörinn ritari, fagna að loknu stjórnarkjöri á landsfundinum í gær. MYND/Hrönn Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir einungis tvo meginkosti í stöðunni þegar kemur að myndun ríkisstjórnar í vor ef ríkisstjórnin fellur, stjórn stjórnarandstöðuflokkanna eða tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki. „Það er annars vegar að búa til einhvern trúverðugan ríkisstjórnarvalkost án beggja stjórnarflokkanna, eða - ef menn hafa ekki kjark og sjálfstraust í það - þá er ansi hætt við því að hinn kosturinn yrði að menn skráðu sig á biðlista eftir því að vinna með Sjálfstæðisflokknum." Steingrímur segir stjórn stjórnarandstöðuflokkanna augljósan fyrsta kost. „Það þýðir ekki að ég sé að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ef þær aðstæður koma upp að óumflýjanlegt verði að taka það til skoðunar." Landsfundur Vinstri grænna hélt áfram í gær. Á fundinum var samþykkt ályktun undir yfirskriftinni Frelsum ástina - höfnum klámi þar sem fagnað var þeirri einörðu samstöðu sem myndaðist hérlendis þegar erlendir klámframleiðendur hugðust halda ráðstefnu hér í mars. Í ályktuninni segir að samstaðan sem myndaðist hafi verið yfir pólitíska flokkadrætti og bandalög hafin, þjóðin hafi tekið undir með kvennahreyfingu undanfarinna alda og mótmælt klámvæðingu af krafti. „Rannsóknir kynjafræðinga hafa sýnt fram á sterkt samband milli neyslu kláms og ofbeldis gagnvart konum og börnum. Í kjölfar klámvæðingarinnar eru nauðg-anir orðnar grófari og hópnauðg-anir alvarlegri, í fullu samræmi við þróun klámvæðingarinnar," sagði meðal annars í ályktuninni. Í drögum að samþykktum sem liggja fyrir fundinum og teknar verða til umræðu í dag er meðal annars lagt til að stjórnarskrárbinda jafnt hlutfall kynja á Alþingi og í sveitarstjórnum, og að lögbinda jöfn kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja. Á fundinum voru Steingrímur og Katrín Jakobsdóttir endurkjörin sem formaður og varaformaður flokksins, en engin mótframboð komu fram gegn þeim. Þá var Sóley Tómasdóttir kjörin ritari, en Drífa Snædal lét af störfum. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir var kjörin gjaldkeri og voru þær Sóley báðar sjálfkjörnar. Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir einungis tvo meginkosti í stöðunni þegar kemur að myndun ríkisstjórnar í vor ef ríkisstjórnin fellur, stjórn stjórnarandstöðuflokkanna eða tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki. „Það er annars vegar að búa til einhvern trúverðugan ríkisstjórnarvalkost án beggja stjórnarflokkanna, eða - ef menn hafa ekki kjark og sjálfstraust í það - þá er ansi hætt við því að hinn kosturinn yrði að menn skráðu sig á biðlista eftir því að vinna með Sjálfstæðisflokknum." Steingrímur segir stjórn stjórnarandstöðuflokkanna augljósan fyrsta kost. „Það þýðir ekki að ég sé að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ef þær aðstæður koma upp að óumflýjanlegt verði að taka það til skoðunar." Landsfundur Vinstri grænna hélt áfram í gær. Á fundinum var samþykkt ályktun undir yfirskriftinni Frelsum ástina - höfnum klámi þar sem fagnað var þeirri einörðu samstöðu sem myndaðist hérlendis þegar erlendir klámframleiðendur hugðust halda ráðstefnu hér í mars. Í ályktuninni segir að samstaðan sem myndaðist hafi verið yfir pólitíska flokkadrætti og bandalög hafin, þjóðin hafi tekið undir með kvennahreyfingu undanfarinna alda og mótmælt klámvæðingu af krafti. „Rannsóknir kynjafræðinga hafa sýnt fram á sterkt samband milli neyslu kláms og ofbeldis gagnvart konum og börnum. Í kjölfar klámvæðingarinnar eru nauðg-anir orðnar grófari og hópnauðg-anir alvarlegri, í fullu samræmi við þróun klámvæðingarinnar," sagði meðal annars í ályktuninni. Í drögum að samþykktum sem liggja fyrir fundinum og teknar verða til umræðu í dag er meðal annars lagt til að stjórnarskrárbinda jafnt hlutfall kynja á Alþingi og í sveitarstjórnum, og að lögbinda jöfn kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja. Á fundinum voru Steingrímur og Katrín Jakobsdóttir endurkjörin sem formaður og varaformaður flokksins, en engin mótframboð komu fram gegn þeim. Þá var Sóley Tómasdóttir kjörin ritari, en Drífa Snædal lét af störfum. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir var kjörin gjaldkeri og voru þær Sóley báðar sjálfkjörnar.
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira