Dagur: Verkefni borgarstjórnar að endurvekja traust 16. október 2007 14:41 Dagur B. Eggertsson var kjörinn borgarstjóri á fundi borgarstjórnar sem hófst klukkan 14. Hann sagði verkefni borgarstjórnar sem heildar að endurvekja traust meðal borgarfulltrúa. Dagur þakkaði nýjum meirihluta fyrir að treysta sér fyrir embættinu. Hann sagði tilfinningarnar tengdar því að taka við starfinu við þessar aðstæður nokkuð margslungnar. Það breytti ekki því að nýr meirihluti væri þakklátur fyrir tækifærið sem hann fengi. Þá sagði Dagur að sér væri efst í huga það sameiginlega verkefni sem borgarfulltrúa biði, það væri að endurvekja traust meðal borgarbúa. Orkuveitumálið sýndi hversu mikilvægt það væri að stunda lýðræðisleg viðbrögð og hafa almannahagsmuni að leiðarljósi. Dagur sagði að Orkuveitumálin hefðu verið sett í ákveðinn farveg en þar yrði þverpólitískur leiðangur. Mikilvægt væri að gera þetta því borgarstjórnar biðu fleiri verk en Orkuveitan, þar á meðal mannekla á leikskólum, málefni aldraðra og umhverfismál. Vonaðist Dagur eftir góðu samstarfi við minnihlutann þar sem flokkarnir væru sammála um mörg mál. „Við ætlum ekki að hlaupa í pólitískar kreddur," sagði Dagur. Þá þakkaði Dagur Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, fráfarandi borgarstjóra, fyrir störf hans. Hann sagði að þótt umræðan hefði að undanförnu verið hörð og að sumu leyti sorgleg hefði Vilhjálmur að mörgu leyti verið góður borgarstjóri. Það mætti ekki gleymast að sameiginlegt markmið borgarfulltrúa væri að vinna að heilindum að því að gera Reykjavík að ákjósanlegum stað til að búa á. „Við þiggjum umboð frá borgarbúum og ég vil vera borgarstjóri allra borgarbúa," sagði Dagur. Björn Ingi: Nafn Vilhjálms mun lifa lengi Þá kvaddi Björn Ingi Hrafnsson, fulltrúi Framsóknarflokks, sér hljóðs og þakkaði sjálfstæðismönnum samstarfið. Þakkaði hann sérstaklega Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni fyrir samstarfið og benti á að hans pólitíski ferill hefði spannað aldarfjórðung. Nafn hans myndi lifa langtum lengur en annarra í núverandi borgarstjórn. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson var kjörinn borgarstjóri á fundi borgarstjórnar sem hófst klukkan 14. Hann sagði verkefni borgarstjórnar sem heildar að endurvekja traust meðal borgarfulltrúa. Dagur þakkaði nýjum meirihluta fyrir að treysta sér fyrir embættinu. Hann sagði tilfinningarnar tengdar því að taka við starfinu við þessar aðstæður nokkuð margslungnar. Það breytti ekki því að nýr meirihluti væri þakklátur fyrir tækifærið sem hann fengi. Þá sagði Dagur að sér væri efst í huga það sameiginlega verkefni sem borgarfulltrúa biði, það væri að endurvekja traust meðal borgarbúa. Orkuveitumálið sýndi hversu mikilvægt það væri að stunda lýðræðisleg viðbrögð og hafa almannahagsmuni að leiðarljósi. Dagur sagði að Orkuveitumálin hefðu verið sett í ákveðinn farveg en þar yrði þverpólitískur leiðangur. Mikilvægt væri að gera þetta því borgarstjórnar biðu fleiri verk en Orkuveitan, þar á meðal mannekla á leikskólum, málefni aldraðra og umhverfismál. Vonaðist Dagur eftir góðu samstarfi við minnihlutann þar sem flokkarnir væru sammála um mörg mál. „Við ætlum ekki að hlaupa í pólitískar kreddur," sagði Dagur. Þá þakkaði Dagur Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, fráfarandi borgarstjóra, fyrir störf hans. Hann sagði að þótt umræðan hefði að undanförnu verið hörð og að sumu leyti sorgleg hefði Vilhjálmur að mörgu leyti verið góður borgarstjóri. Það mætti ekki gleymast að sameiginlegt markmið borgarfulltrúa væri að vinna að heilindum að því að gera Reykjavík að ákjósanlegum stað til að búa á. „Við þiggjum umboð frá borgarbúum og ég vil vera borgarstjóri allra borgarbúa," sagði Dagur. Björn Ingi: Nafn Vilhjálms mun lifa lengi Þá kvaddi Björn Ingi Hrafnsson, fulltrúi Framsóknarflokks, sér hljóðs og þakkaði sjálfstæðismönnum samstarfið. Þakkaði hann sérstaklega Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni fyrir samstarfið og benti á að hans pólitíski ferill hefði spannað aldarfjórðung. Nafn hans myndi lifa langtum lengur en annarra í núverandi borgarstjórn.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira