Missti félagsíbúð því hún sparaði ekki nóg 30. apríl 2007 19:00 Mosfellsbær sagði einstæðri móður og þunglyndissjúklingi upp félagslegri íbúð vegna þess að hún hafði ekki, af bótum sínum, lagt nægilega fyrir, að mati bæjarins. Formaður fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar segir reglurnar ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. Rebekka Sif Pétursdóttir er 24 ára gömul, einstæð móðir með tvö börn, 2ja og 8 ára. Hún hefur búið í félagslegri íbúð hjá Mosfellsbæ í þrjú ár og kveðst hafa alla tíð staðið í skilum með leiguna. Þann fimmta janúar fékk hún bréf frá bænum. Þar stóð að leigusamningurinn yrði ekki framlengdur nema til 31. mars. Þá átti hún að yfirgefa íbúðina. Ástæðan sem gefin var fyrir uppsögninni var að hún hefði ekki lagt nóg í sjóð.Hún vissi ekki að henni bæri skylda til að leggja fyrir en í bréfinu er vitnað í reglur fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar um úthlutun leiguíbúða.Þar stendur m.a.:"Í tilvikum þar sem leigjandi á við fjárhagsvanda að etja og skuldastaða er slæm, skal viðkomandi gera skriflega áætlun um fjárhagslega stöðu, með það að markmiði að vinna að varanlegri lausn vandans sbr. 1. gr.. reglnanna. Það skal gert með því að greiða niður skuldir og leggja fyrir."Rebekka segist hafa greitt skuldir sínar niður um 50.000 kr. á síðasta leigutímabili en hún skuldar innan við hálfa milljón.Rebekka segist hafa farið á fund bæjarstjórans, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, sem hafi tekið sér vel. Úthlutun félagsíbúða eru trúnaðarmál og bæjarstjóranum var því ekki kunnugt um mál Rebekku. Ragnheiður bæjarstjóri hringdi síðan samdægurs í Rebekku og sagði að hún gæti andað léttar, hún fengi nýjan leigusamning.Þegar Rebekka fór að grennslast fyrir um samninginn kom hún að tómum kofunum hjá bænum. Samningurinn rann út 31. mars og enn hefur hún hefur ekkert í höndunum um að hún fái að vera áfram í íbúðinni.Hún hefur ítrekað reynt að fá samninginn í hendurnar en treystir sér ekki í meira. Andlegri heilsu hennar hefur hrakað síðan hún opnaði bréfið við kvöldmatarborðið, daginn fyrir þrettándann og brotnaði saman.Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar tekur ákvarðanir um félagslegt húsnæði. Formaður nefndarinnar, Jóhanna B. Magnúsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu að reglurnar væru ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. Aðspurð hvort það væri viðtekin venja að vísa fólki út úr félagslegu húsnæði vegna þess að það hefur ekki lagt nægilega fyrir svaraði Jóhanna að svo gæti farið ef fólk færi ekki eftir því sem það ákveður sjálft með aðstoð starfsmanns bæjarins. Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Mosfellsbær sagði einstæðri móður og þunglyndissjúklingi upp félagslegri íbúð vegna þess að hún hafði ekki, af bótum sínum, lagt nægilega fyrir, að mati bæjarins. Formaður fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar segir reglurnar ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. Rebekka Sif Pétursdóttir er 24 ára gömul, einstæð móðir með tvö börn, 2ja og 8 ára. Hún hefur búið í félagslegri íbúð hjá Mosfellsbæ í þrjú ár og kveðst hafa alla tíð staðið í skilum með leiguna. Þann fimmta janúar fékk hún bréf frá bænum. Þar stóð að leigusamningurinn yrði ekki framlengdur nema til 31. mars. Þá átti hún að yfirgefa íbúðina. Ástæðan sem gefin var fyrir uppsögninni var að hún hefði ekki lagt nóg í sjóð.Hún vissi ekki að henni bæri skylda til að leggja fyrir en í bréfinu er vitnað í reglur fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar um úthlutun leiguíbúða.Þar stendur m.a.:"Í tilvikum þar sem leigjandi á við fjárhagsvanda að etja og skuldastaða er slæm, skal viðkomandi gera skriflega áætlun um fjárhagslega stöðu, með það að markmiði að vinna að varanlegri lausn vandans sbr. 1. gr.. reglnanna. Það skal gert með því að greiða niður skuldir og leggja fyrir."Rebekka segist hafa greitt skuldir sínar niður um 50.000 kr. á síðasta leigutímabili en hún skuldar innan við hálfa milljón.Rebekka segist hafa farið á fund bæjarstjórans, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, sem hafi tekið sér vel. Úthlutun félagsíbúða eru trúnaðarmál og bæjarstjóranum var því ekki kunnugt um mál Rebekku. Ragnheiður bæjarstjóri hringdi síðan samdægurs í Rebekku og sagði að hún gæti andað léttar, hún fengi nýjan leigusamning.Þegar Rebekka fór að grennslast fyrir um samninginn kom hún að tómum kofunum hjá bænum. Samningurinn rann út 31. mars og enn hefur hún hefur ekkert í höndunum um að hún fái að vera áfram í íbúðinni.Hún hefur ítrekað reynt að fá samninginn í hendurnar en treystir sér ekki í meira. Andlegri heilsu hennar hefur hrakað síðan hún opnaði bréfið við kvöldmatarborðið, daginn fyrir þrettándann og brotnaði saman.Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar tekur ákvarðanir um félagslegt húsnæði. Formaður nefndarinnar, Jóhanna B. Magnúsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu að reglurnar væru ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. Aðspurð hvort það væri viðtekin venja að vísa fólki út úr félagslegu húsnæði vegna þess að það hefur ekki lagt nægilega fyrir svaraði Jóhanna að svo gæti farið ef fólk færi ekki eftir því sem það ákveður sjálft með aðstoð starfsmanns bæjarins.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira