Séní af ísfirskum ættum 11. mars 2007 06:00 Erling Blöndal Bengtsson selló-leikari heldur sína fimmtándu tónleika hjá klúbbnum í kvöld og leikur ásamt Ninu Kavtaradze og Einari Jóhannessyni. Vilhelm Sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson lýkur afmælisferð sinni um Ísland með tónleikum hjá Kammermúsíkklúbbn-um í kvöld. Erling fagnaði 75 ára afmæli sínu síðastliðinn fimmtudag og hélt þá tónleika á Ísafirði en í vikunni lék hann einnig fyrir Norðlendinga ásamt píanóleikaranum Ninu Kavtaradze og Einari Jóhannessyni klarinettuleikara. Erling er Ísfirðingur í móðurætt en fæddur í Kaupmannahöfn. Hann var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann kom fyrst fram á tónleikum en frægðarsól hans hefur skinið skært æ síðan. Hann hefur leikið með stærstu hljómsveitum heims, gefið út meira en sextíu hljómplötur og mörg þekktari samtímatónskáld hafa samið fyrir hann einleiksverk og konserta. Erling hefur ávallt haldið góðu sambandi við Ísland og haldið hér fjölda tónleika. Hann lék fyrst í Gamla bíói vorið 1946 en hann leikur nú fyrir félaga Kammermúsíkklúbbsins í fimmtánda sinn en tónleikarnir eru jafnframt lokahnykkur afmælisdagskrár klúbbsins sem nú hefur starfað í 50 ár. Erling Blöndal Bengtsson og Nina Kavtaradze, tengdadóttir hans, hafa leikið saman sem „dúó“ síðan 1986 en þetta er í fyrsta sinn sem Einar leikur með þessum dáða snillingi. „Þetta er aldeildis hátíð í mínu lífi að fá loksins að spila með þessum ótrúlega tónlistarmanni,“ segir Einar en þeir hafa þó unnið saman á tónlistarvettvanginum því Einar stjórnaði á sínum tíma upptökum á sellókonsert Jóns Nordal. „Erling er einn af þessum toppum í klassíska heiminum og ómetanlegt fyrir okkur að eiga svona mikið í þessum manni,“ segir Einar um áhrif Erlings á íslenskt tónlistarlíf. Á efnisskrá kvöldsins er glæsileg sellósónata eftir Beethoven, klarinettutríó eftir Johannes Brahms og sellósónata eftir Sjostakovítsj sem af mörgum er álitið eitt magnaðasta sellóverk tónbókmenntanna. Tónleikarnir fara fram í Bústaðakirkju og hefjast kl. 20. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson lýkur afmælisferð sinni um Ísland með tónleikum hjá Kammermúsíkklúbbn-um í kvöld. Erling fagnaði 75 ára afmæli sínu síðastliðinn fimmtudag og hélt þá tónleika á Ísafirði en í vikunni lék hann einnig fyrir Norðlendinga ásamt píanóleikaranum Ninu Kavtaradze og Einari Jóhannessyni klarinettuleikara. Erling er Ísfirðingur í móðurætt en fæddur í Kaupmannahöfn. Hann var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann kom fyrst fram á tónleikum en frægðarsól hans hefur skinið skært æ síðan. Hann hefur leikið með stærstu hljómsveitum heims, gefið út meira en sextíu hljómplötur og mörg þekktari samtímatónskáld hafa samið fyrir hann einleiksverk og konserta. Erling hefur ávallt haldið góðu sambandi við Ísland og haldið hér fjölda tónleika. Hann lék fyrst í Gamla bíói vorið 1946 en hann leikur nú fyrir félaga Kammermúsíkklúbbsins í fimmtánda sinn en tónleikarnir eru jafnframt lokahnykkur afmælisdagskrár klúbbsins sem nú hefur starfað í 50 ár. Erling Blöndal Bengtsson og Nina Kavtaradze, tengdadóttir hans, hafa leikið saman sem „dúó“ síðan 1986 en þetta er í fyrsta sinn sem Einar leikur með þessum dáða snillingi. „Þetta er aldeildis hátíð í mínu lífi að fá loksins að spila með þessum ótrúlega tónlistarmanni,“ segir Einar en þeir hafa þó unnið saman á tónlistarvettvanginum því Einar stjórnaði á sínum tíma upptökum á sellókonsert Jóns Nordal. „Erling er einn af þessum toppum í klassíska heiminum og ómetanlegt fyrir okkur að eiga svona mikið í þessum manni,“ segir Einar um áhrif Erlings á íslenskt tónlistarlíf. Á efnisskrá kvöldsins er glæsileg sellósónata eftir Beethoven, klarinettutríó eftir Johannes Brahms og sellósónata eftir Sjostakovítsj sem af mörgum er álitið eitt magnaðasta sellóverk tónbókmenntanna. Tónleikarnir fara fram í Bústaðakirkju og hefjast kl. 20.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“