Innlent

Þrettán Litháar áfram í farbanni

MYND/Völundur

Þrettán Litháar, sem grunaðir eru um stófelldan þjófnað úr fjölmörgum verslunum á höfuðborgarsvæðinu, hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi farbann til 13. nóvember.

Farbannsúrskurður yfir þeim rann út í dag. Alls voru 15 Litháar handteknir í tengslum við málið snemma í október og voru níu þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald en fjórir í farbann. Mönnunum sem sátu í gæsluvarðhaldi var sleppt fyrir um tveimur vikum en farið fram á farbann yfir þeim á meðan lögregla rannsakaði málið og tæki ákvörðun um það hvort sækja ætti mennina til saka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×