Sverrir vinnur með Grammy-verðlaunahafa 24. september 2007 05:00 Sverrir telur að allt of margar plötur sem gefnar eru út hér á landi hafi þennan „íslenska“ tón. Íslenski upptökustjórinn og Grammy-verðlaunahafinn Husky Höskulds hefur fallist á að hljóðblanda fyrstu sólóplötu Sverris Bergmann sem væntanleg er eftir áramót. Tónlistarmaðurinn er búinn að taka upp í Englandi og hyggst leggja lokahöndina á upptökurnar í hljóðveri Sigur Rósar á allra næstu dögum. „Mér líst ótrúlega vel á þetta enda hefur hann unnið með alveg ótrúlega hæfaleikaríku fólki,“ segir Sverrir en Husky hlaut tvenn Grammy-verðlaun árið 2003 fyrir plötuna Come Away With Me með Noruh Jones og Don’t Give Up On Me með Solomon Burke. „Ég hafði nú bara samband við hann því ég vildi fá alvöru mann til að reka lokahnútinn á þetta,“ segir Sverrir, sem reiknaði með því að Husky myndi hefjast handa við verkið í lok október eða byrjun nóvember. Sverrir segir eina meginástæðuna fyrir því að hann hafi viljað fá einhvern utanaðkomandi til verksins vera þá að hann vildi losna við þennan „íslenska“ hljóm sem einkenni allt of margar íslenskar plötur og lætur þær hljóma eins. „Hérna er auðvitað mikið af sama fólkinu sem gerir plöturnar og mig langaði því að fá einhvern annan vinkil,“ segir Sverrir. Það er því sannkallað stórskotalið sem kemur að plötunni en eins og kom fram í Blaðinu fjármagnar íslenski landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen verkið að hluta. Að sögn Sverris hefur Börsungurinn ekki fengið að heyra neitt af efninu, enn sem komið er. „Hann fær þetta bara þegar allt er fullklárað." Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Íslenski upptökustjórinn og Grammy-verðlaunahafinn Husky Höskulds hefur fallist á að hljóðblanda fyrstu sólóplötu Sverris Bergmann sem væntanleg er eftir áramót. Tónlistarmaðurinn er búinn að taka upp í Englandi og hyggst leggja lokahöndina á upptökurnar í hljóðveri Sigur Rósar á allra næstu dögum. „Mér líst ótrúlega vel á þetta enda hefur hann unnið með alveg ótrúlega hæfaleikaríku fólki,“ segir Sverrir en Husky hlaut tvenn Grammy-verðlaun árið 2003 fyrir plötuna Come Away With Me með Noruh Jones og Don’t Give Up On Me með Solomon Burke. „Ég hafði nú bara samband við hann því ég vildi fá alvöru mann til að reka lokahnútinn á þetta,“ segir Sverrir, sem reiknaði með því að Husky myndi hefjast handa við verkið í lok október eða byrjun nóvember. Sverrir segir eina meginástæðuna fyrir því að hann hafi viljað fá einhvern utanaðkomandi til verksins vera þá að hann vildi losna við þennan „íslenska“ hljóm sem einkenni allt of margar íslenskar plötur og lætur þær hljóma eins. „Hérna er auðvitað mikið af sama fólkinu sem gerir plöturnar og mig langaði því að fá einhvern annan vinkil,“ segir Sverrir. Það er því sannkallað stórskotalið sem kemur að plötunni en eins og kom fram í Blaðinu fjármagnar íslenski landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen verkið að hluta. Að sögn Sverris hefur Börsungurinn ekki fengið að heyra neitt af efninu, enn sem komið er. „Hann fær þetta bara þegar allt er fullklárað."
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira