Innlent

Fjórir hafa „Vel að verki staðið “ þetta árið

Ólafur Ragnar Grímsson veitti Ævari Kjartanssyni og Hjálmari Sveinssyni verðlaunin.
Ólafur Ragnar Grímsson veitti Ævari Kjartanssyni og Hjálmari Sveinssyni verðlaunin.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti fjórum aðilum viðurkenningu Alþjóðahúss í dag. Viðurkenningin, sem ber titilinn ,,Vel að verki staðið", er veitt fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi.

Í dag fengu Ævar R. Kjartansson og Hjálmar Sveinsson þáttagerðarmenn á Rás eitt Ríkisútvarpsins, Luka Kostic knattspyrnumaður og Efling, stéttarfélag, viðurkenninguna.

Þetta var í fimmta skipti sem viðurkenningin er veitt, en í tilkynningu frá Alþjóðahúsi segir að hún þjóni þeim tilgangi að vekja athygli á jákvæðu starfi sem unnið er hér á landi í málefnum innflytjenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×