Hyggst ræða við nýjan ráðherra um kúakyn 24. október 2007 13:18 MYND/GVA Formaður Nautgriparæktarfélags Íslands, sem vann að því fyrir nokkrum árum að fá að flytja inn erfðaefni fyrir nýtt kúakyn, býst við því að leita hófanna hjá nýjum landbúnaðarráðherra um möguleikann á innflutningi. Fram kom í fréttum í fyrradag að rannsókn Landbúnaðarháskólans hefði leitt í ljós að framleiðslukostnaður mjólkur myndi lækka um 8-12 prósent hér á landi ef annað og afkastameira kúakyn yrði flutt inn til landsins. Þannig myndi framleiðslukostnaðurinn lækka um 800-1250 milljónir króna á ári. Jón Gíslason, formaður Nautgriparæktafélags Íslands, segir niðurstöðurnar staðfesta það sem félagið hafi haldið fram. Hann segir félagið hafa sótt um það fyrir nokkrum árum að fá að flytja inn fósturvísa frá Noregi. Þáverandi landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, hafi hafnað því, meðal annars á þeim grundvelli að ekki væri sameiginlegur vilji bænda að flytja inn nýtt kúakyn. Lítill kúastofn hamlar ræktun Aðspurður hvort útilokað sé að tvö kúakyn séu í landinu, það íslenska og erlent, segir Jón: „Nei, það held ég alls ekki." Hann bendir hins vegar á að stóri vandinn sé sá hvað íslenski kúastofninn sé lítill og það hamli ræktuninni. Mikilvægt sé að geta ræktað góðan stofn þannig að minnka megi líkur á sjúkdómum eins og júgurbólgu og bæta ýmsa heilsufarseiginleika. Í skýrslu Landbúnaðarháskólans var íslenska kúakynið meðal annars borið saman við sænsk og norsk kúakyn. Aðspurður segir Jón að lítill munur sé á kynjunum. „Við höfum þó horft meira til Noregs þar sem Norðmenn hafa sýnt þessu áhuga og viljað aðstoða okkur við innflutninginn," segir Jón. Hann segir þrjá fulltrúa frá norska nautgriparæktarfélaginu, GENO, hafa verið hér á ferðinni snemma í haust og þar hafi þessi mál verið rædd. Ekki svo stórt skref að ekki sé hægt að stíga til baka Jón tekur þó fram að mönnum liggi ekkert á og telur að umræðan sé komin langt á undan raunveruleikanum. „Hins vegar er þetta ekki svo stórt skref að ekki sé hægt að stíga til baka," bendir Jón á og segir að ef íslenskum neytendum hugnist ekki mjólkin úr erlenda kúakyninu þá muni það koma fram. Hins vegar hafi neytendur ekki enn fengið að meta mjólkina. Nautgriparæktarfélag Íslands hefur að sögn Jóns lítið starfað að undanförnu. „Ég býst hins vegar við að það vakni til lífsins nú í kjölfar þessara tíðinda," segir Jón en um 50 bændur voru félagar í því. „Ég býst við að við tökum upp þráðinn aftur og munum ræða við nýjan landbúnaðarráðherra um málið," segir Jón. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Formaður Nautgriparæktarfélags Íslands, sem vann að því fyrir nokkrum árum að fá að flytja inn erfðaefni fyrir nýtt kúakyn, býst við því að leita hófanna hjá nýjum landbúnaðarráðherra um möguleikann á innflutningi. Fram kom í fréttum í fyrradag að rannsókn Landbúnaðarháskólans hefði leitt í ljós að framleiðslukostnaður mjólkur myndi lækka um 8-12 prósent hér á landi ef annað og afkastameira kúakyn yrði flutt inn til landsins. Þannig myndi framleiðslukostnaðurinn lækka um 800-1250 milljónir króna á ári. Jón Gíslason, formaður Nautgriparæktafélags Íslands, segir niðurstöðurnar staðfesta það sem félagið hafi haldið fram. Hann segir félagið hafa sótt um það fyrir nokkrum árum að fá að flytja inn fósturvísa frá Noregi. Þáverandi landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, hafi hafnað því, meðal annars á þeim grundvelli að ekki væri sameiginlegur vilji bænda að flytja inn nýtt kúakyn. Lítill kúastofn hamlar ræktun Aðspurður hvort útilokað sé að tvö kúakyn séu í landinu, það íslenska og erlent, segir Jón: „Nei, það held ég alls ekki." Hann bendir hins vegar á að stóri vandinn sé sá hvað íslenski kúastofninn sé lítill og það hamli ræktuninni. Mikilvægt sé að geta ræktað góðan stofn þannig að minnka megi líkur á sjúkdómum eins og júgurbólgu og bæta ýmsa heilsufarseiginleika. Í skýrslu Landbúnaðarháskólans var íslenska kúakynið meðal annars borið saman við sænsk og norsk kúakyn. Aðspurður segir Jón að lítill munur sé á kynjunum. „Við höfum þó horft meira til Noregs þar sem Norðmenn hafa sýnt þessu áhuga og viljað aðstoða okkur við innflutninginn," segir Jón. Hann segir þrjá fulltrúa frá norska nautgriparæktarfélaginu, GENO, hafa verið hér á ferðinni snemma í haust og þar hafi þessi mál verið rædd. Ekki svo stórt skref að ekki sé hægt að stíga til baka Jón tekur þó fram að mönnum liggi ekkert á og telur að umræðan sé komin langt á undan raunveruleikanum. „Hins vegar er þetta ekki svo stórt skref að ekki sé hægt að stíga til baka," bendir Jón á og segir að ef íslenskum neytendum hugnist ekki mjólkin úr erlenda kúakyninu þá muni það koma fram. Hins vegar hafi neytendur ekki enn fengið að meta mjólkina. Nautgriparæktarfélag Íslands hefur að sögn Jóns lítið starfað að undanförnu. „Ég býst hins vegar við að það vakni til lífsins nú í kjölfar þessara tíðinda," segir Jón en um 50 bændur voru félagar í því. „Ég býst við að við tökum upp þráðinn aftur og munum ræða við nýjan landbúnaðarráðherra um málið," segir Jón.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira