Ráðuneyti tefur lekaskýrslu 24. október 2007 07:30 Ríkisendurskoðun gangrýnir undirsáta Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra fyrir seinagang í skýrsluskilum. „Við eigum þessu ekki að venjast," segir Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi, sem í hálft ár hefur beðið eftir upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu um vatnsleka í íbúðum á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þegar Bandaríkjamenn fóru með her sinn frá Keflavíkurflugvelli í fyrrahaust yfirtók utanríkisráðuneytið umsjón ýmissa eigna á Keflavíkurflugvelli. Stórtjón varð þar í miklum frosthörkum upp úr miðjum nóvember í fyrra þegar fjölmargar mannlausar íbúðir í fjölbýlishúsum á varnarsvæðinu skemmdust eftir að fraus í vatnsleiðslum og þær sprungu. Fór svo að Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, baðst afsökunar á tjóninu á Alþingi 22. nóvember. Sagði ráðherra að tjónið væri mælt í tugum milljóna króna og að ríkið myndi bera kostnaðinn. Daginn eftir afsökunarbeiðni sína fól Valgerður Ríkisendurskoðun að gera úttekt á umsýslu utanríkisráðuneytisins og stofnana þess og annarra aðila sem komu að eftirliti og umsjón með byggingum á varnarsvæðinu. Fyrir um hálfu ári óskaði Ríkisendurskoðun eftir því að ráðuneytið gæfi vissar viðbótarupplýsingar sem lutu að stjórnsýslulegum þáttum. Svörin eru ekki enn komin og því hefur ekki verið hægt að ljúka við gerð skýrslunnar. Þó hefur Ríkisendurskoðun stöðugt rekið á eftir ráðuneytinu. „Við höfum margítrekað beiðnina um upplýsingarnar á þessu tímabili," segir Sigurður Þórðarson sem kveður skilaboðin frá ráðuneytinu ávallt hafa verið þau að upplýsingarnar væru að koma. Þau skilaboð hefðu ekki breyst. „Staðreyndin er sú að við erum auðvitað mjög ósáttir við það að ráðuneytið hafi ekki svarað þessari beiðni okkar um þessar viðbótarupplýsingar," segir Sigurður sem játar því að hálft ár sé óvenjulega langur tími til að að bíða eftir slíkum gögnum. „Mjög svo," svarar hann en vísar að öðru leyti á utanríkisráðuneytið. Hvorki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra né Grétar Már Sigurðsson ráðuneytisstjóri svöruðu skilaboðum Fréttablaðsins í gær. Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
„Við eigum þessu ekki að venjast," segir Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi, sem í hálft ár hefur beðið eftir upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu um vatnsleka í íbúðum á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þegar Bandaríkjamenn fóru með her sinn frá Keflavíkurflugvelli í fyrrahaust yfirtók utanríkisráðuneytið umsjón ýmissa eigna á Keflavíkurflugvelli. Stórtjón varð þar í miklum frosthörkum upp úr miðjum nóvember í fyrra þegar fjölmargar mannlausar íbúðir í fjölbýlishúsum á varnarsvæðinu skemmdust eftir að fraus í vatnsleiðslum og þær sprungu. Fór svo að Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, baðst afsökunar á tjóninu á Alþingi 22. nóvember. Sagði ráðherra að tjónið væri mælt í tugum milljóna króna og að ríkið myndi bera kostnaðinn. Daginn eftir afsökunarbeiðni sína fól Valgerður Ríkisendurskoðun að gera úttekt á umsýslu utanríkisráðuneytisins og stofnana þess og annarra aðila sem komu að eftirliti og umsjón með byggingum á varnarsvæðinu. Fyrir um hálfu ári óskaði Ríkisendurskoðun eftir því að ráðuneytið gæfi vissar viðbótarupplýsingar sem lutu að stjórnsýslulegum þáttum. Svörin eru ekki enn komin og því hefur ekki verið hægt að ljúka við gerð skýrslunnar. Þó hefur Ríkisendurskoðun stöðugt rekið á eftir ráðuneytinu. „Við höfum margítrekað beiðnina um upplýsingarnar á þessu tímabili," segir Sigurður Þórðarson sem kveður skilaboðin frá ráðuneytinu ávallt hafa verið þau að upplýsingarnar væru að koma. Þau skilaboð hefðu ekki breyst. „Staðreyndin er sú að við erum auðvitað mjög ósáttir við það að ráðuneytið hafi ekki svarað þessari beiðni okkar um þessar viðbótarupplýsingar," segir Sigurður sem játar því að hálft ár sé óvenjulega langur tími til að að bíða eftir slíkum gögnum. „Mjög svo," svarar hann en vísar að öðru leyti á utanríkisráðuneytið. Hvorki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra né Grétar Már Sigurðsson ráðuneytisstjóri svöruðu skilaboðum Fréttablaðsins í gær.
Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira