Innlent

Langar ræður tæki til að reyna að laga valdajafnvægi

MYND/GVA

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs telur Alþingi hafa horfið tvo til þrjá áratugi aftur í tímann með auknu valdboði meirihlutans á Alþingi og því að framkvæmdavaldið líti í vaxandi mæli á Alþingi sem afgreiðslustofnun.

Þingflokkurinn segir í greinagerð sem kynnt var í dag vegna nýs frumvarps um breytingar á þingsköpum að hann sé reiðubúinn til viðræðna um breytta starfshætti þingsins en vilji ekki fórna því vopni sem sé eini möguleikinn til þeess að hægja á afgreiðslu umdeildra deilumála, það er réttinum til þess að halda langar ræður.

Það sé ekki markmið í sjálfu sér að halda langar ræður heldur sé þetta tæki til þess að hafa áhrif á valdajafnvægi milli stjórnar og stjórnarandstöðu og milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds sem sé fyrir allt of bjagað.

Greinargerð VG vegna frumvarps um breytingu á þingsköpum má sjá hér að neðan, en flokkurinn hefur einn flokka lagst gegn því frumvarpi sem verður tekið á dagskrá þingsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×