Innlent

Fimmtán umferðaróhöpp frá hádegi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um fimmtán umferðaróhöpp frá hádegi í dag til klukkan sex síðdegis. Í öllum tilvikum nema einu var um minniháttar árekstur að ræða.

Fjarlægja þurfti eina bifreið með kranabíl eftir árekstur við gatnamót Álfheima og Suðurlandsbrautar um klukkan þrjú í dag. Að sögn lögreglu lítur út fyrir að öðrum bílnum hafi verið ekið gegn rauðu ljósi með þeim afleiðingum að hann skall á öðrum sem var að fara yfir á grænu. Engan sakaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×