Sveitarfélög sýni samstöðu í kjaramálum 5. nóvember 2007 12:39 MYND/Heiða Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir samstöðu sveitarfélaga í kjaramálum mikilvægari en flest annað, ekki síst nú þegar mikil þensla er í atvinnulíifnu í sumum landshlutum en öðrum ekki. Þetta kom fram í ræðu hans á fjármálaráðstefnu sambandsins sem hófst í morgun. Halldór benti á að sveitarfélögin gegndu ábyrgðarmiklu hlutverki í þjóðfélaginu á ýmsum sviðum, þar á meðal í vinnuveitendamálum. Kjara- og starfsmannamál væru vandmeðfarin og á þeim eru margir fletir, ekki síst nú þegar mikil þensla væri í atvinnulífinu í sumum landshlutum en öðrum ekki. Vill endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga Benti Halldór á að ríkissjóður hefði á undanförnum árum verið rekinn með myndarlegum tekjuafgangi en sama mætti ekki segja um sveitarfélögin sem mörg hver glímdu við miklar skuldir. Benti hann á að sveitarfélögin hefðu farið fram á hlutdeild í fjármagnstekjuskatti en því hefði ríkisstjórnin tekið fálega. Hins vegar hefði kveðið við annan tón í ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á dögunum. Þar hefði Jóhanna sagt að sveitarfélögin hefðu ýmislegt til síns máls varðandi kröfu um hlutdeild í tekjuskatti. Sagði Halldór að með vísan til þessara orða hlytu sveitarfélögin að vænta þess að hafin yrði vinna við endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaganna. „Ekki stendur á okkur að hefja þá vinnu," sagði Halldór. Þá benti hann á að tekjustofnar sveitarfélaga væri settir með lögum en að samræmi yrði að vera á milli tekna og lögskyldra og venjubundinna verkefna sveitarfélaganna. „Sú hefur ekki verið reyndin undanfarin ár eins og fram kemur í hallarekstri og skuldasöfnun sveitarfélaganna. Forsvarsmenn löggjafar- og ríkisvalds geta ekki litið fram hjá þeirri staðreynd. Við ætlumst til þess að nýskipað Alþingi og ný ríkisstjórn taki á þessum málum," sagði Halldór. Halldór benti jafnframt á að sveitarfélögin yrðu að gæta aðhalds og útsjónarsemi í meðferð fjármuna. Þau þyrftu að sýna staðfestu og koma íbúunum í skilning um að ekki væri mögulegt að gera allt fyrir alla og allt í einu. Orku- og veitufyrirtæki þjóni almenningi Halldór vék jafnframt að orkumálum og sagði að sveitarfélögin ættu mörg hver öflug orku- og veitufyrirtæki. Þar hefði byggst upp mikil þekking sem reynt væri að nýta til útflutnings. Sveitarstjórnarmenn mættu þó ekki gleyma því að fyrst og fremst væru þessi verðmiklu fyrirtæki byggð upp til að þjóna almenningi hér heima. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir samstöðu sveitarfélaga í kjaramálum mikilvægari en flest annað, ekki síst nú þegar mikil þensla er í atvinnulíifnu í sumum landshlutum en öðrum ekki. Þetta kom fram í ræðu hans á fjármálaráðstefnu sambandsins sem hófst í morgun. Halldór benti á að sveitarfélögin gegndu ábyrgðarmiklu hlutverki í þjóðfélaginu á ýmsum sviðum, þar á meðal í vinnuveitendamálum. Kjara- og starfsmannamál væru vandmeðfarin og á þeim eru margir fletir, ekki síst nú þegar mikil þensla væri í atvinnulífinu í sumum landshlutum en öðrum ekki. Vill endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga Benti Halldór á að ríkissjóður hefði á undanförnum árum verið rekinn með myndarlegum tekjuafgangi en sama mætti ekki segja um sveitarfélögin sem mörg hver glímdu við miklar skuldir. Benti hann á að sveitarfélögin hefðu farið fram á hlutdeild í fjármagnstekjuskatti en því hefði ríkisstjórnin tekið fálega. Hins vegar hefði kveðið við annan tón í ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á dögunum. Þar hefði Jóhanna sagt að sveitarfélögin hefðu ýmislegt til síns máls varðandi kröfu um hlutdeild í tekjuskatti. Sagði Halldór að með vísan til þessara orða hlytu sveitarfélögin að vænta þess að hafin yrði vinna við endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaganna. „Ekki stendur á okkur að hefja þá vinnu," sagði Halldór. Þá benti hann á að tekjustofnar sveitarfélaga væri settir með lögum en að samræmi yrði að vera á milli tekna og lögskyldra og venjubundinna verkefna sveitarfélaganna. „Sú hefur ekki verið reyndin undanfarin ár eins og fram kemur í hallarekstri og skuldasöfnun sveitarfélaganna. Forsvarsmenn löggjafar- og ríkisvalds geta ekki litið fram hjá þeirri staðreynd. Við ætlumst til þess að nýskipað Alþingi og ný ríkisstjórn taki á þessum málum," sagði Halldór. Halldór benti jafnframt á að sveitarfélögin yrðu að gæta aðhalds og útsjónarsemi í meðferð fjármuna. Þau þyrftu að sýna staðfestu og koma íbúunum í skilning um að ekki væri mögulegt að gera allt fyrir alla og allt í einu. Orku- og veitufyrirtæki þjóni almenningi Halldór vék jafnframt að orkumálum og sagði að sveitarfélögin ættu mörg hver öflug orku- og veitufyrirtæki. Þar hefði byggst upp mikil þekking sem reynt væri að nýta til útflutnings. Sveitarstjórnarmenn mættu þó ekki gleyma því að fyrst og fremst væru þessi verðmiklu fyrirtæki byggð upp til að þjóna almenningi hér heima.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira