Innlent

Áköf leit lögreglu að bláum skutbíl stendur enn yfir

Lögreglan í Reykjanesbæ leitar enn að bláum skutbíl sem talið er að hafi ekið á ungan dreng um fimmleytið í dag. Engar upplýsingar hafa borist um líðan drengsins en hann er talinn alvarlega slasaður. Hann mun vera um fimm ára gamall. Að sögn lögreglu er bílnum og ökumanni hans nú ákaft leitað.

Þeir sem telja sig geta veitt frekari upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×