Herskáir nýnasistar skjóta rótum hér á landi 30. nóvember 2007 16:06 Serbneskir meðlimir samtakanna Blood & Honour á söfnunartónleikum í Serbíu. „Kynnið ykkur C 18 því það er komið til Íslands. Gaman verður í vetur," segir á íslensku rasistasíðunni skapari.com þar sem vísað er í einhverjar greinar tengdar samtökunum. C 18 eða Combat 18 ku vera "vopnaði hluti" bresku nasista samtakanna, Blood & Honour. Samtökin voru stofnuð árið 1990 og eru meðal annars þekkt fyrir ofbeldi í garð innflytjenda. Tölustafurinn 18 er mikið notaður af nasistasamtökum víða um heim en talan vísar til upphafsstafa Adolf Hitlers. A er fyrsti stafurinn í stafrófinu og H er sá áttundi. Combat 18 eru nokkuð öflug á Norður-Írlandi og stóðu meðal annars fyrir óeirðum í kringum knattspyrnuleik N-Írlands og Englands árið 1995. Meðlimir samtakanna hafa verið handteknir og setið í fangelsi eftir því sem Vísir kemst næst. Svo virðist sem forsvarsmenn síðunnar skapari.com séu að boða komu samtakanna hingað til lands en enginn virðist gangast við því að bera ábyrgð á því sem þar er skrifað. Í skjóli nafnleysis básúna forsvarsmenn síðunnar svívirðingar og upphefja hinn hvíta kynstofn. Meðal annars segir á síðunni að pólitísk rétthugsun sé svo sterk hér á landi að almenningur þori ekki lengur að tjá sig. Síðan skapari.com sé liður í að breyta því. Skapari.com er hýst erlendis og skráð á bandaríska útvarpsmanninn Hal Turner sem er þekktur fyrir öfgakenndar skoðanir sínar. Vísir hefur áður sagt frá því að lögreglan rannsaki hverjir standi að baki síðunni. Fjölmargar ábendingar hafa borist lögreglu sem kannar hvaða lög hafa þar verið brotin. En meðal annars hafa niðrandi ummæli um nafngreinda íslendinga verið skrifuð á síðuna, þar á meðal um Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
„Kynnið ykkur C 18 því það er komið til Íslands. Gaman verður í vetur," segir á íslensku rasistasíðunni skapari.com þar sem vísað er í einhverjar greinar tengdar samtökunum. C 18 eða Combat 18 ku vera "vopnaði hluti" bresku nasista samtakanna, Blood & Honour. Samtökin voru stofnuð árið 1990 og eru meðal annars þekkt fyrir ofbeldi í garð innflytjenda. Tölustafurinn 18 er mikið notaður af nasistasamtökum víða um heim en talan vísar til upphafsstafa Adolf Hitlers. A er fyrsti stafurinn í stafrófinu og H er sá áttundi. Combat 18 eru nokkuð öflug á Norður-Írlandi og stóðu meðal annars fyrir óeirðum í kringum knattspyrnuleik N-Írlands og Englands árið 1995. Meðlimir samtakanna hafa verið handteknir og setið í fangelsi eftir því sem Vísir kemst næst. Svo virðist sem forsvarsmenn síðunnar skapari.com séu að boða komu samtakanna hingað til lands en enginn virðist gangast við því að bera ábyrgð á því sem þar er skrifað. Í skjóli nafnleysis básúna forsvarsmenn síðunnar svívirðingar og upphefja hinn hvíta kynstofn. Meðal annars segir á síðunni að pólitísk rétthugsun sé svo sterk hér á landi að almenningur þori ekki lengur að tjá sig. Síðan skapari.com sé liður í að breyta því. Skapari.com er hýst erlendis og skráð á bandaríska útvarpsmanninn Hal Turner sem er þekktur fyrir öfgakenndar skoðanir sínar. Vísir hefur áður sagt frá því að lögreglan rannsaki hverjir standi að baki síðunni. Fjölmargar ábendingar hafa borist lögreglu sem kannar hvaða lög hafa þar verið brotin. En meðal annars hafa niðrandi ummæli um nafngreinda íslendinga verið skrifuð á síðuna, þar á meðal um Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira