Lyf ekki eins og hver önnur vara 30. nóvember 2007 15:31 Unnur Björgvinsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. MYND/Völundur Lyfjafræðingafélag Íslands geldur varhug við hugmyndum sem viðraðar hafa verið á síðustu dögum um að sala lausasölulyfja verði heimiluð í almennum verslunum. Með því sé horft fram hjá öryggissjónarmiðum því lyf séu ekki eins og hver önnur vara. Unnur Björgvinsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, undrast umræðu síðustu daga um breytingar á lagaumhverfi lyfjaverslunar í því augnamiði að lækka lyfjaverð. Með því að leggja til að farið verði að selja lausasölulyf í verslunum sé horft fram hjá öryggissjónarmiðum varðandi lyf. „Þetta er ekki eins og hver önnur vara og það er ástæða fyrir því að lyfjalög voru sett. Það er afar mikilvægt að fólk fái leiðbeiningar um hvernig nota eigi lyf rétt," segir Unnur. Með því að leyfa lyfjasölu í almennum verslunum aukist líkurnar á lyf séu notuð á rangan hátt og í röngu magni. Bendir Unnur á að aðeins þurfi 20 töflur af parasetamóli til þess að eyðileggja lifrina. Unnur segir að danska lyfjafræðingafélagið hafi vaxandi áhyggjur af sölu lyfja í almennum verslunum en þar hefur slík sala verið heimiluð í sex ár. „Við fáum fréttir frá þeim af aukinni notkun verkjalyfja hjá börnum og unglingum, lyfjum sem geta verið hættuleg heilsunni ef þau eru ekki notuð rétt," segir Unnur. Í tilkynningu frá Lyfjafræðingafélaginu er bent á að á þessum sex árum hafi innlagir barna á sjúkrahús í Danmörku vegna parasetamól- og acetýlsalisýlsýrueitrunar meira en tvöfaldast. Unnur spyr enn fremur hvert sé markmið umræðunnar. Um það hafi verið rætt að undanförnu að fækka þurfi apótekum í landinu til þess að draga úr dreifingarkostnaði og lækka þannig lyfjaverð. „Nú er hins vegar talað um að það eigi að fjölga sölustöðunum og þá eykst dreifingarkostnaðurinn og þá teljum við að lyfjaverð muni hækka," segir Unnur. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Lyfjafræðingafélag Íslands geldur varhug við hugmyndum sem viðraðar hafa verið á síðustu dögum um að sala lausasölulyfja verði heimiluð í almennum verslunum. Með því sé horft fram hjá öryggissjónarmiðum því lyf séu ekki eins og hver önnur vara. Unnur Björgvinsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, undrast umræðu síðustu daga um breytingar á lagaumhverfi lyfjaverslunar í því augnamiði að lækka lyfjaverð. Með því að leggja til að farið verði að selja lausasölulyf í verslunum sé horft fram hjá öryggissjónarmiðum varðandi lyf. „Þetta er ekki eins og hver önnur vara og það er ástæða fyrir því að lyfjalög voru sett. Það er afar mikilvægt að fólk fái leiðbeiningar um hvernig nota eigi lyf rétt," segir Unnur. Með því að leyfa lyfjasölu í almennum verslunum aukist líkurnar á lyf séu notuð á rangan hátt og í röngu magni. Bendir Unnur á að aðeins þurfi 20 töflur af parasetamóli til þess að eyðileggja lifrina. Unnur segir að danska lyfjafræðingafélagið hafi vaxandi áhyggjur af sölu lyfja í almennum verslunum en þar hefur slík sala verið heimiluð í sex ár. „Við fáum fréttir frá þeim af aukinni notkun verkjalyfja hjá börnum og unglingum, lyfjum sem geta verið hættuleg heilsunni ef þau eru ekki notuð rétt," segir Unnur. Í tilkynningu frá Lyfjafræðingafélaginu er bent á að á þessum sex árum hafi innlagir barna á sjúkrahús í Danmörku vegna parasetamól- og acetýlsalisýlsýrueitrunar meira en tvöfaldast. Unnur spyr enn fremur hvert sé markmið umræðunnar. Um það hafi verið rætt að undanförnu að fækka þurfi apótekum í landinu til þess að draga úr dreifingarkostnaði og lækka þannig lyfjaverð. „Nú er hins vegar talað um að það eigi að fjölga sölustöðunum og þá eykst dreifingarkostnaðurinn og þá teljum við að lyfjaverð muni hækka," segir Unnur.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira