Innlent

Tvær teknar ölvaðar undir stýri

Önnur kvennanna endaði ökuferð sínaá stöðumæli.
Önnur kvennanna endaði ökuferð sínaá stöðumæli. MYND/KK

Tvær konur, önnur um fimmtugt en hin um þrítugt, voru teknar fyrir ölvunarakstur í Reykjavík í gærkvöld og nótt. Önnur þeirra ók á stöðumæli í miðborginni um kvöldmatarleytið í gær og lauk ökuferð hennar þar. Hin var stöðvuð á Bústaðavegi en hún átti mjög erfitt með að halda bíl sínum á veginum eftir því sem lögregla segir. Þá greip lögreglan karl og konu í Kópavogi um miðjan dag í gær vegna gruns um fíkniefnaakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×