Innlent

Bækur Kristínar og Braga tilnefndar til verðlauna Norðurlandaráðs

MYND/Hörður Sveinsson

Á eigin vegum eftir Kristínu Steinsdóttur og Sendiherrann eftir Braga Ólafsson verðar tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs á næsta ári fyrir Íslands hönd. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í Gunnarshúsi í morgun.

Ákveðið verður hvaða höfundur hlýtur verðlaunin á fundi dómnefndar í Stokkhólmi í lok febrúar. Verðlaunin nema 350.000 dönskum krónum, jafnvirði um 3,5 milljóna króna. Verðlaunin verða svo afhent á þingi Norðurlandaráðs næsta haust.

Íslensku dómnefndina skipa fulltrúar Íslands í dómnefnd Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, þau Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur auk varamannsins Jóns Yngva Jóhannssonar bókmenntafræðings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×