Innlent

Kona meiddist í vinnuslysi í Norðlingaholti

MYND/GVA

Kona var flutt á slysadeild Landspítalans snemma í morgun eftir að hún féll niður af annarri hæð nýbyggingar við Bjallavað í Norðlingaholti. Að sögn lögreglu var konan þar við vinnu í stillansa og féll og hlaut skurð á milli augna. Hún var þó við góða meðvitund eftir fallið en var flutt á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×