Innlent

Sextán bíða eftir að taka til máls um fjárlagafrumvarp

Önnur umræða um fjárlagafrumvarp næsta árs hélt áfram nú klukkan hálfellefu á Alþingi, níu og hálfri klukkustund eftir að hlé var gert á henni. Sextán þingmenn eru nú á mælendaskrá og má því búast við að umræðan um fjárlögin standi langt fram á dag.

Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt harðlega að hafa ekki fengið viðeigandi gögn í tæka tíð fyrir umræðuna, en útgjöld ríkisins á næsta ári hækka um rösklega 1200 milljónir króna frá kynntum fjárlögum vegna breytingatillagna. Þrátt fyrir það er reiknað með hátt í 38 milljarða króna afgangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×