Innlent

Kárahnjúkavirkjun tekin í gagnið í Reykjavík og Fljótsdal

Kárahnjúkavirkjun verður tekin formlega í gangið í dag bæði fyrir austan og hér í höfuðborginni. Er það vegna þess að óveðurs og óvissum um innanlandsflug.

Dagskrá verður því bæði á Nordica-hótelinu og í Fljótdalsstöð. Á fyrrnefnda staðnum munu gestir fylgjast með því sem gerist í Fljótsdalsstöð á tölvuskjám og gestir í Fljótsdal fylgjast á sama hátt með því á tölvuskjám sem gerist syðra.

Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra og stjórnarformaður Landsvirkjunar flytja erindi á hótelinu og Guðmundur Pétursson yfirverkefnisstjóri lýsir mannvirkjum. Í Fljótsdalsstöð mun Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps, flytja ávarp og þar verður stöðvarstjóranum í Fljótsdal, Georg Þór Pálssyni, afhent ræsitölva vélanna í Fljótsdalsstöð eftir að Kárahnjúkavirkjun hefur verið formlega ræst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×