Innlent

Munið eftir upplýsingalögunum, strákar!

Páll Magnússon útvarpsstjóri
Páll Magnússon útvarpsstjóri

Umboðsmaður Alþingis hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hann minnir á upplýsingalögin.

Tilurð þessa bréfs eru fréttir í fjölmiðlum þar sem haft var eftir formanni stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. að hann myndi ekki hvað útvarpsstjóri hefði í laun og þau yrðu gefin upp á næsta aðalfundi Ríkisútvarpsins. Einnig vegna ummæla útvarpsstjóra þar sem hann bar við minnisleysi um upphæð eigin launa og tímalengd rekstarleigu bifreiðar.

Þessi ummæli sem komu í kjölfar frétta Vísis urðu Umboðsmanni tilefni til þess að taka til athugunar að eigin frumkvæði hvernig Ríkisútvarpið fylgdi reglum upplýsingalaga við að veita upplýsingar og aðgang að gögnum um laun starfsmanna.

Umboðsmaður ákvað hinsvegar að ljúka athugun sinni á málinu með fyrrgreindu bréfi til stjórnar Rúv eftir að upplýsingar um launakjör Útvarpsstjóra höfðu birst í fréttum Vísis.

Umboðsmaður taldi hins vegar tilefni til að koma ábendingum á framfæri við stjórnina er lytu að framkvæmd upplýsingalaga við veitingu upplýsinga um laun starfsmanna hins opinbera hlutafélags og aðgangi almennings að slíkum upplýsingum.

Einnig ákvað hann að tilkynna menntamálaráðherra um bréf sitt til stjórnarinnar í ljósi þess að ráðherrann færi með eignarhlut íslenska ríkisins í Ríkisútvarpinu ohf. Það gerði Umboðsmaður með því að sendi Menntamálaráðherra afrit af bréfinu. Bréfið í heild sinni má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×