Innlent

Kveikt á Oslóartrénu á sunnudag

MYND/GVA

Kveikt verður á Oslóarjólatrénu við Austurvöll við hátíðlega athöfn á sunnudaginn kemur.

Rúm hálf öld er síðan Norðmenn færðu Íslendingum í fyrsta sinn grenitré að gjöf til að skreyta Reykjavík og hefur sú hefð skipast að fagna því með söng og uppákomum þegar jólatréð er tendrað.

Árið í ár er engin undantekning og hefst dagskráin á sunnudag klukkan 15.30 með því að Lúðrasveit Reykjavíkur leikur nokkur jólalög. Í framhaldinu taka kórar lagið og svo afhendir formaður borgarstjórnarflokks Vinstri grænna í Noregi Degi B. Eggertssyni borgarstjóra tréð að gjöf. Það verður svo hinn tíu ára gamli norsk-íslenski piltur Árni Óttar Halldórsson sem tendrar ljósin á trénu.

Þess má geta að tréð, sem er rúmlega tólf metra hátt, var höggvið Sognsvann sem er eitt vinsælasta útivistarsvæði Oslóarbúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×