Verslað með málfrelsið á Alþingi? 29. nóvember 2007 11:09 MYND/Vilhelm Þingmenn Vinstri - grænna sökuðu í dag forseta Alþingis um að rjúfa sáttina um starfshætti á Alþingi með nýju frumvarpi um þingsköp og sögðu málfrelsi ekki vera verslunarvöru. Það var Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, sem kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins og sagði að breytingar á þingskaparlögum væru mikilvægar en um þær yrði að gera í sátt. Sú sátt hefði verið rofin þar sem nýtt frumvarp um breytinar á lögum um þingsköp hefði verið sett fram í andstöðu við þingflokk Vinstri - grænna. Hann benti á að stór og umdeild mál hefðu verið rædd ítarlega á þingi, þar á meðal EES-samningurinn, hlutafélagavæðing RÚV og Kárahnjúkar. Þetta væru ekki mörg mál en nú ætti að skrúfa fyrir þennan mörguleika og takmarka umræðu um Kárahnjúka framtíðarinnar. Nú ætti takmarka þann möguleika stjórnarandstöðunnar til þess að veita ríkisstjórninni aðhald með því að stytta ræðu tíma. Þingmönnum Vinstri - grænna hefði verið sagt að þeir fengju meira fé til að undirbúa mál sín og störf en þeir hefðu sagt að með málfrelsið væri ekki verslað. Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði orð Ögmundar heldur úr hófi fram og benti á að með breytingunum væri verið að efla aðhald með ríkisstjórninni. Sagði hann sorglegt að hlýða á það að málfrelsi vræi lagt upp á þann hátt að tvær langar ræður í stað margra stuttra ræðna væri skerðing á málfrelsi. Ekki væri verið að skerða málfrelsið með breytingunum. Ráðherrar sætu þar að auki fyrir svörum átta sinnum í mánuði og kæmu fyrir nefndir þingsins en það myndi auka aðhald þingsins. Lesið upp úr Der Spiegel á næturfundum Í sama streng tók Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Hún sagði að Alþingi yrði að hlýða kalli tímans og sagði ekki mönnum bjóðandi hafa þetta eins og þetta hefði verið. Benti hún á að þingmenn hefðu talað heilu næturnar, einn meðal annars lesið upp úr Der Spiegel að nóttu til. Það væri vilji til að breyta þinginu og það mætti gera með því að stytta ræðutímann og gera þingið að fjölskylduvænni stað. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði Sturlu Böðvarsson, forseta þingsins, hafa brugðist. Sagðist hann hafa haldið að enn sætu þingræðismenn á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkingarmenn hefðu lengi rætt um samræðustjórnmál. Hins vegar væri verið að leggja til miklar takmarkanir á málfrelsi þingmanna og auðvelda ríkisstjórninni að troða þingmálum í gegn með hraði. Fordæmdi hann það að forseti Alþingis skyldi rjúfa sátt um störf þingsins. Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sagði um að ræða ys og þys af litlu tilefni. Tillaga að breytingum á þingsköpum hefði legið fyrir síðan í ágúst en Vinstri - grænir hafi viljað og talið sig geta stjórnað störfum þingsins. Það væri skrýtið að fulltrúar níu þingmanna vildu ráða því sem fulltrúar 54 þingmann vildu bæta í þinginu. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, þakkaði forseta þingsins fyrir vönduð vinnubrögð í málinu og sagði markmið hinna nýju laga að koma skipulagi á þingstörfin og efla eftirlitshlutverkið. Sagði hún að það væri ekki sérlega lýðræðislegt þegar stjórnarandstöðuþingmenn töluðu mjög lengi og stjórnarþingemnn kæmust ekki að. Langar og leiðinlegar ræður ekki forsenda málfrelsis Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði langar og leiðinlegar ræður ekki forsendu lýðræðislegar umræðu eða málfrelsis. Sagði hann að sá sem ekki gæti sagt skoðun sína á 15 mínútum ætti að fara í endurmenntun í stað þess að sitja á þingi. Hann minnti jafnframt á að passa þyrfti að mál yrðu ekki keyrð í gegnum þingið. Bæði Höskuldur Þórhallsson og Bjarni Harðarson, þingmenn Framsóknarflokksins, sögðu að mikilvægt væri að ná samstöðu um málið á þingi og hvöttu til þess að farið væri betur ofan í það til þess að allir þingflokkar gætu orðið sáttir. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Þingmenn Vinstri - grænna sökuðu í dag forseta Alþingis um að rjúfa sáttina um starfshætti á Alþingi með nýju frumvarpi um þingsköp og sögðu málfrelsi ekki vera verslunarvöru. Það var Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, sem kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins og sagði að breytingar á þingskaparlögum væru mikilvægar en um þær yrði að gera í sátt. Sú sátt hefði verið rofin þar sem nýtt frumvarp um breytinar á lögum um þingsköp hefði verið sett fram í andstöðu við þingflokk Vinstri - grænna. Hann benti á að stór og umdeild mál hefðu verið rædd ítarlega á þingi, þar á meðal EES-samningurinn, hlutafélagavæðing RÚV og Kárahnjúkar. Þetta væru ekki mörg mál en nú ætti að skrúfa fyrir þennan mörguleika og takmarka umræðu um Kárahnjúka framtíðarinnar. Nú ætti takmarka þann möguleika stjórnarandstöðunnar til þess að veita ríkisstjórninni aðhald með því að stytta ræðu tíma. Þingmönnum Vinstri - grænna hefði verið sagt að þeir fengju meira fé til að undirbúa mál sín og störf en þeir hefðu sagt að með málfrelsið væri ekki verslað. Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði orð Ögmundar heldur úr hófi fram og benti á að með breytingunum væri verið að efla aðhald með ríkisstjórninni. Sagði hann sorglegt að hlýða á það að málfrelsi vræi lagt upp á þann hátt að tvær langar ræður í stað margra stuttra ræðna væri skerðing á málfrelsi. Ekki væri verið að skerða málfrelsið með breytingunum. Ráðherrar sætu þar að auki fyrir svörum átta sinnum í mánuði og kæmu fyrir nefndir þingsins en það myndi auka aðhald þingsins. Lesið upp úr Der Spiegel á næturfundum Í sama streng tók Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Hún sagði að Alþingi yrði að hlýða kalli tímans og sagði ekki mönnum bjóðandi hafa þetta eins og þetta hefði verið. Benti hún á að þingmenn hefðu talað heilu næturnar, einn meðal annars lesið upp úr Der Spiegel að nóttu til. Það væri vilji til að breyta þinginu og það mætti gera með því að stytta ræðutímann og gera þingið að fjölskylduvænni stað. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði Sturlu Böðvarsson, forseta þingsins, hafa brugðist. Sagðist hann hafa haldið að enn sætu þingræðismenn á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkingarmenn hefðu lengi rætt um samræðustjórnmál. Hins vegar væri verið að leggja til miklar takmarkanir á málfrelsi þingmanna og auðvelda ríkisstjórninni að troða þingmálum í gegn með hraði. Fordæmdi hann það að forseti Alþingis skyldi rjúfa sátt um störf þingsins. Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sagði um að ræða ys og þys af litlu tilefni. Tillaga að breytingum á þingsköpum hefði legið fyrir síðan í ágúst en Vinstri - grænir hafi viljað og talið sig geta stjórnað störfum þingsins. Það væri skrýtið að fulltrúar níu þingmanna vildu ráða því sem fulltrúar 54 þingmann vildu bæta í þinginu. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, þakkaði forseta þingsins fyrir vönduð vinnubrögð í málinu og sagði markmið hinna nýju laga að koma skipulagi á þingstörfin og efla eftirlitshlutverkið. Sagði hún að það væri ekki sérlega lýðræðislegt þegar stjórnarandstöðuþingmenn töluðu mjög lengi og stjórnarþingemnn kæmust ekki að. Langar og leiðinlegar ræður ekki forsenda málfrelsis Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði langar og leiðinlegar ræður ekki forsendu lýðræðislegar umræðu eða málfrelsis. Sagði hann að sá sem ekki gæti sagt skoðun sína á 15 mínútum ætti að fara í endurmenntun í stað þess að sitja á þingi. Hann minnti jafnframt á að passa þyrfti að mál yrðu ekki keyrð í gegnum þingið. Bæði Höskuldur Þórhallsson og Bjarni Harðarson, þingmenn Framsóknarflokksins, sögðu að mikilvægt væri að ná samstöðu um málið á þingi og hvöttu til þess að farið væri betur ofan í það til þess að allir þingflokkar gætu orðið sáttir.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira