Innlent

Tekjur ríkissjóðs aukast um átta milljarða

MYND/GVA

Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs verði 469 milljarðar króna á næsta ári samkvæmt endurskoðaðri tekjuáætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Það er rúmum átta milljörðum króna meira en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar um frumvarpið. Nefndin gerir enn fremur breytingartillögur á frumvarpinu þannig að það hækki um nærri 1,3 milljarða króna.

Meðal þeirra ráðuneyta sem fá aukið fjármagn að tillögu meirihluta fjárlaganefndar eru menntamálaráðuneytið sem fær rúmlega 1,5 milljörðum króna meira en fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir. Hins vegar er lagt til að fjárheimild samgönguráðuneytisins verði lækkuð um nærri 1,8 milljarða og heimild fjármálaráðuneytisins um nærri 1,6 milljarða.

Nefndaráliti vegna fjárlagafrumvarpsins var dreift á þingi í kvöld en gert er ráð fyrir að 2. umræða um frumvarpið hefjist í fyrramálið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×