Innlent

Gæslan er um borð í Axeli í góðri samvinnu við skipstjórann

Landhelgisgæslan á leið um borð í Axel.
Landhelgisgæslan á leið um borð í Axel.

Halldór Nellett, yfirmaður aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að sínir menn hafi farið um borð í flutningaskipið Axel rúmlega sex í dag. Þeir eru enn um borð og hafa stjórn á málum í góðri samvinnu við skipstjóra skipsins. Forsvarsmaður Dreggjar hafði hins vegar neitað því fyrr í kvöld.

„Okkur fannst ástandið ótryggt um borð og ákváðum að senda menn og dælur um borð," segir Halldór í samtali við Vísi. Hann segir skipverja Gæslunnar vera um borð með fullu samþykki skipstjórans, en í samtali við Vísi frá því fyrr í kvöld sagði Bjarni Sigurðsson, forsvarsmaður Dreggjar sem á Axel það rangt að Gæslan hefði tekið stjórnina um borð.

Halldór segir að Bjarni verði að ræða betur við skipstjórann sinn, hans menn séu um borð og verði þar uns skipið kemur að landi á Akureyri í nótt. Hann segir dælingu ganga vel núna og að siglingunni miði vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×