Innlent

Geir á faraldsfæti

MYND/Vilhelm

Geir H. Haarde forsætisráðherra verður á ferð um nágrannalöndin næstu tvo daga þar sem hann mun flytja erindi á tveimur stöðum. Í dag ávarpar hann Oxford Union, málfundafélag stúdenta við Oxford-háskóla, en á morgun flytur forsætisráðherra ræðu á jólafundi Sænska viðskiptaráðsins í Stokkhólmi. Á báðum stöðum mun hann fjalla um þróun efnahagsmála á Íslandi eftir því sem segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×