Innlent

Skallaði kynsystur sína á klósetti á skemmtistað

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa skallað kynsystur sína á skemmtistað í Reykjanesbæ á nýársnótt þannig að hún nefbrotnaði.

Samkvæmt lögregluskýrslu var konan sem varð fyrir árásinni stödd inn á salerni H-punktsins í Reykjanesbæ þegar árásin átti sér stað. Hafði hún rekið á eftir árásarkonunni sem hafði verið lengi inni á klósettbás.

Árásarkonan neitaði sök fyrir dómi og bar við minnisleysi sökum ölvunar. Hins vegar taldi dómurinn út frá framburði fórnarlambsins og vitna að nægileg sönnun fyrir líkamsárásinni hefði komið fram. Auk skilorðsbundins dóms var konan dæmd til að greiða fórnarlambi sínu rúmar 130 þúsund krónur í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×