Innlent

Sr. Guðrún Karlsdóttir verður prestur í Grafarvogi

Séra Guðrún Karlsdóttir verður prestur í Grafarvogsprestakalli.
Séra Guðrún Karlsdóttir verður prestur í Grafarvogsprestakalli.

Séra Guðrún Karlsdóttir, sóknarprestur í Svíþjóð, valin til að gegna embætti prests í Grafarvogsprestakalli á fundi valnefndar Grafarvogssóknar í gær.

Séra Guðrún lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2000. Hún hefur verið búsett í Svíþjóð síðastliðin átta ár og var vígð til prests 11. janúar 2004 í dómkirkjunni í Gautaborg. Hún hefur starfað sem prestur á Gautaborgarsvæðinu frá vígslu.

Séra Anna Sigríður Pálsdóttir, sem gegnt hefur starfi prests í Grafarvogssöfnuði síðastliðin tíu ár, var valin prestur í Dómkirkjuprestakalli nú í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×