Íslenski krúnukúgarinn gæti afplánað á Hrauninu Breki Logason skrifar 28. nóvember 2007 11:38 Paul Adalsteinsson situr enn í hágæslufangelsinu Belmarsh í Bretlandi. „Við erum að bíða eftir því að umsókn okkar verði tekin fyrir þar sem farið er fram á að málið verði látið niður falla," segir Giovanni di Stefano lögmaður íslenska krúnukúgarans Paul Adalsteinssonar. Paul Adalsteinsson sem gengur nú undir nafninu Ian Strachan var hnepptur í gæsluvarðhald þann 12.september á þessu ári. Hann er sakaður um að hafa reynt að kúga fé út úr konungsfjölskyldunni með kynlífsmyndbandi af meðlimi fjölskyldunnar sem hann hafði undir höndum. Paul þessi á íslenskan föður en foreldrar hans skildu þegar hann var mjög ungur. Hann bjó lengi vel í Aberdeen í Skotlandi þar sem hann meðal annars rak tískuverslun en undanfarin ár hefur hann verið áberandi í skemmtanalífinu í London og gengið undir nafninu "Champagne Charlie". „Miðað við þau gögn sem ég hef séð um málið þá er hann saklaus. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessu máli. Hann fór aldrei fram á að fá neina peninga og var ekki að reyna að kúga fé út úr neinum," segir di Stefano sannfærður um að sinn maður sé saklaus. Paul var handtekinn ásamt öðrum manni á Hilton hótelinu í London í september og hefur því setið í fangelsi í rúma tvo mánuði. Di Stefano segist tala við Paul á hverjum degi og aðstandendur hans fái að hitta hann þrisvar í vku. Paul situr í hinu alræmda Belmarsh fangelsi í austurhluta London. En það er hágæslu fangelsi sem hefur verið starfrækt síðan 1991 og er með um þúsund fanga. Þar sitja margir meintir hryðjuverkamenn. Nokkuð hefur verið á reiki hvort Paul sé íslenskur ríkisborgari og hefur sendiráðið í London meðal ananrs gefið það út að Paul sé ekki með íslenskt vegabréf. En í huga di Stefano er skjólstæðingur hans íslenskur. „Auðvitað er hann íslenskur. Pabbi hans er íslenskur og því er hann með íslenskt vegabréf," segir di Stefano og bætir því við að þar með geti Paul afplánað á Íslandi verði hann fundinn sekur. „Segjum að hann verði dæmdur sekur. Þá gæti hann afplánað í Reykjavík eða hvaða fangelsi sem er á Íslandi ef hann vildi. Ég held að samkvæmt íslenskum lögum getir þú sótt um reynslulausn eftir að hafa afplánað 1/3 af vistinni en í Bretlandi er það ½. Það gefur því auga leið að betra er fyrir hann að afplána á Íslandi. Ef hann fengi þriggja ára dóm gæti hann losnað eftir eitt ár, það er kannski kaldara en vel þess virði." Giovanni di Stefano er sannkallaður stjörnulögfræðingur og hefur varið marga af helstu krimmum sögunnar. Nægir þar að nefna Saddam Hussein og Slobodan Milosevic. Hann segist einnig hafa hitt Osama Bin Laden. Di Stefano segist vinur móður Pauls og því hafi hann tekið málið að sér enda þekki hann strákinn persónulega. Di Stefano segist búast við að mál þeirra verði tekið fyrir í næstu viku. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
„Við erum að bíða eftir því að umsókn okkar verði tekin fyrir þar sem farið er fram á að málið verði látið niður falla," segir Giovanni di Stefano lögmaður íslenska krúnukúgarans Paul Adalsteinssonar. Paul Adalsteinsson sem gengur nú undir nafninu Ian Strachan var hnepptur í gæsluvarðhald þann 12.september á þessu ári. Hann er sakaður um að hafa reynt að kúga fé út úr konungsfjölskyldunni með kynlífsmyndbandi af meðlimi fjölskyldunnar sem hann hafði undir höndum. Paul þessi á íslenskan föður en foreldrar hans skildu þegar hann var mjög ungur. Hann bjó lengi vel í Aberdeen í Skotlandi þar sem hann meðal annars rak tískuverslun en undanfarin ár hefur hann verið áberandi í skemmtanalífinu í London og gengið undir nafninu "Champagne Charlie". „Miðað við þau gögn sem ég hef séð um málið þá er hann saklaus. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessu máli. Hann fór aldrei fram á að fá neina peninga og var ekki að reyna að kúga fé út úr neinum," segir di Stefano sannfærður um að sinn maður sé saklaus. Paul var handtekinn ásamt öðrum manni á Hilton hótelinu í London í september og hefur því setið í fangelsi í rúma tvo mánuði. Di Stefano segist tala við Paul á hverjum degi og aðstandendur hans fái að hitta hann þrisvar í vku. Paul situr í hinu alræmda Belmarsh fangelsi í austurhluta London. En það er hágæslu fangelsi sem hefur verið starfrækt síðan 1991 og er með um þúsund fanga. Þar sitja margir meintir hryðjuverkamenn. Nokkuð hefur verið á reiki hvort Paul sé íslenskur ríkisborgari og hefur sendiráðið í London meðal ananrs gefið það út að Paul sé ekki með íslenskt vegabréf. En í huga di Stefano er skjólstæðingur hans íslenskur. „Auðvitað er hann íslenskur. Pabbi hans er íslenskur og því er hann með íslenskt vegabréf," segir di Stefano og bætir því við að þar með geti Paul afplánað á Íslandi verði hann fundinn sekur. „Segjum að hann verði dæmdur sekur. Þá gæti hann afplánað í Reykjavík eða hvaða fangelsi sem er á Íslandi ef hann vildi. Ég held að samkvæmt íslenskum lögum getir þú sótt um reynslulausn eftir að hafa afplánað 1/3 af vistinni en í Bretlandi er það ½. Það gefur því auga leið að betra er fyrir hann að afplána á Íslandi. Ef hann fengi þriggja ára dóm gæti hann losnað eftir eitt ár, það er kannski kaldara en vel þess virði." Giovanni di Stefano er sannkallaður stjörnulögfræðingur og hefur varið marga af helstu krimmum sögunnar. Nægir þar að nefna Saddam Hussein og Slobodan Milosevic. Hann segist einnig hafa hitt Osama Bin Laden. Di Stefano segist vinur móður Pauls og því hafi hann tekið málið að sér enda þekki hann strákinn persónulega. Di Stefano segist búast við að mál þeirra verði tekið fyrir í næstu viku.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira