Innlent

Dæmdur fyrir kjaftshögg á dansgólfinu

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í sekt vegna líkamsárásar. Þá var hann jafnframt dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 140 þúsund krónur í miskabætur vegna árásarinnar.

Manninum var gefið að sök að hafa slegið annan mann í andlitið á dansgólfinu í Pakkhúsinu á Selfossi í apríl síðastliðnum en við það hlaut fórnarlambið mikið glóðarauga og mar niður á hægra kinnbein ásamt því sem tyggingarvöðvar bólgnuðu.

Maðurinn játaði sök greiðlega fyrir dómi en hann hafði aldrei komist í kast við lögin áður. Fórnarlambið fór fram á nærri 700 þúsund krónur í miskabætur vegna árásarinnar en dómurinn taldi rétt í ljósi afleiðinganna að dæma fórnarlambinu samtals 140 þúsund krónur í bætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×