Innlent

Vilja að Giuliani verði forsetaefni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Giuliani er vinsæll á meðal republikana í Flórída.
Giuliani er vinsæll á meðal republikana í Flórída.
Repúblikanar í Flórída í Bandaríkjunum vilja að Rudy Giuliani verði forsetaefni þeirra, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem fréttastofa CNN lét gera fyrir sig. Samkvæmt könnuninni nýtur Giuliani stuðnings 38% íbúa á Flórída.

Næstur á eftir honum kemur Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóri í Massachusetts sem er með 17% fylgi samkvæmt sömu könnun. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain og Hollywood stjarnan Fred Thompson eru svo jafnir með 11% fylgi. Könnunin var gerð með símaviðtölum dagana 25 - 26 nóvember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×