Innlent

Rektorinn á Akureyri ánægður með breytingu á kennaranámi

Rektor Háskólans á Akureyri fagnar því að meistaranáms verði krafist hjá kennurum framtíðarinnar. Hann segir skólastarf hafa goldið fyrir ónóga menntun kennara.

Hægt er að læra til kennara í tveimur skólum á landinu - annars vegar við Kennaraháskólann í Reykjavík og hins vegar við Háskólann á Akureyri. Síðarnefndi skólinn hefur útskrifað um fjórða hvern kennara upp á síðkastið og hefur kennaranámið tekið þrjú ár. Með breytingum sem fyrirhugaðar eru í menntamálaráðuneytinu lengist námið í fimm ár frá og með árinu 2009.

Hægt er að læra til kennara í tveimur skólum á landinu - annars vegar við Kennaraháskólann í Reykjavík og hins vegar við Háskólann á Akureyri. Síðarnefndi skólinn hefur útskrifað um fjórða hvern kennara upp á síðkastið og hefur kennaranámið tekið þrjú ár. Með breytingum sem fyrirhugaðar eru í menntamálaráðuneytinu lengist námið í fimm ár frá og með árinu 2009.

Lenging kennaranámsins þýðir að kostnaður við hvern kennaranema eykst verulega. Sem stendur er hann 700-800 þúsund, svipaður fyrir sunnan og norðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×